Heimili og skóli - 01.12.1956, Page 19
HEIMILI OG SKÓLI
127
ara útlendinga gagnvart konum og
starfi þeirra.
Allt hefur þetta verið íslenzkum
karlmönnum og uppeldi þeirra til
vanza. Og mun því tímabært að at-
huga, hvort hér verður engu urn þok-
að og það sem fyrst.
Eitthvað mun þessum málurn hafa
verið hreyft opinberlega, og víst ’hefur
komizt svo langt, að gerðar hafa verið
heiðarlegar tilraunir til að kenna
drengjum matargerð í skólum. En allt
er þetta enn á frumstigi og fremur til
athugunar en að þarna sé unnið mark-
visst og skipulega að stórmerkum
þætti í menningu og skapgerð þjóðar-
innar.
Skátahreyfingin hefur þarna reynzt
brautryðjandi og sýnt, að markið er,
að hver einstaklingur verði sem bezt
sjálfbjarga og sjálfstæður jafnt í smáu
og stóru, viðbúinn öllu sem á veginum
verður eða getur orðið.
Einnig mætti benda á, að góð heirn-
ili og framsýnar mæður hafa lengi séð,
hve mikilsvert þetta er, og kennt son-
um sínum öll algeng hússtörf. Sums
staðar hefur nauðsyn og þörf unnið að
sama takmarki, og þau heimili, sem
lakast virtust sett, skilað sonum sínurn
færari og fjölhæfari til lífsbaráttunnar.
En hvað er það sá, sem kenna skal á
þessu sviði?
Pilturinn þarf að læra að taka til í
herbergi sínu, hafa þar allt í röð og
reglu og hvern hlut á sínum stað.
Hann þarf að eignast skilning á, hvað
fer vel og hvað fer illa umhverfis
hann, og gera það sem unnt er til að
veita húsbúnaði og hlutum hreinlæti
og þokka.
Svipuðu máli gegnir með fatnað.
Hann verður að skilja, hvernig þarf
að umgangast klæðnað sinn, svo að
hann líti sem bezt út, kunna að nota
bursta bæði á föt og skó, strjúka skyrt-
ur og pressa buxur, en umfram allt að
halda sjálfum sér hreinum og snotur-
lega klæddum, þegar Shann ekki er við
erfiðisstörf. Það setur svip sinn á heil
þorp og byggðarlög, hvort ungu
mennirnir kunna að klæða sig smekk-
lega og hreinlega eða ekki. Og um-
gengnin í herbergjum þeirra og á
Iieimilum getur valdið meira um
framtíðarhamingju og manndóm en
flesta grunar.
Drengurinn þarf einnig sem fyrst að
fá glögga hugmynd um þarfa og
óþarfa hluti, holla og óholla fæðu,
sömuleiðis verðmun og gildismun
fæðutegunda, sem neyta þarf daglega.
Sparsemi og nægjusemi, hófsemi og
reglusemi þurfa að njóta virðingar í
huga hans, ásamt vissu magni af örlæti
og gjafmildi, þegar svo ber undir.
Eins er þess mikil þörf, að drengj-
um lærist að meta og virða það, sem
þeir geta ræktað og framleitt sjálfir til
fæðu eða framfæris fyrir heimilið, og
fái áhuga fyrir að verja til þess frí-
stundum sínum. Svipað mætti segja
um smáviðgerðir bæði á hlutum,
heimilistækjum og klæðnaði. Séu
drengir vandir á það snemma, og eigi
þeir sín tæki til þess á sérstökum
stað tiltæk, þegar með þarf, verður
allt slíkt auðvelt og sjálfsagt, og veitir
þeim oft miklar vinsældir og virðingu.
En sé þeim ekki treyst til slíkra smá-
vika og ekki látnir taka til höndum
ungir, verður þeim það alltaf ótamt,
og vantraust á sjálfum sér kemur í
stað ánægju og sjálfstrausts.