Heimili og skóli - 01.12.1956, Page 21
HEIMILI OG SKÓLI
129
Um aga
Það mun vera mjög algeng skoðun, að
aga í skólum og heimilum fari nú mjög
aftur, og allt hafi verið betra í þeim efnum
áður fyrr. Að vissu leyti má þetta til sanns
vegar færa í einstökum atriðum, en eftir-
farandi grein, sem tekin er úr málgagni
dönsku kennarastéttarinnar, Folkeskolen,
hefur þó aðra sögu að segja. Grein þessi
hefði annars mátt heita Leyndardómurinn
um agann, því að það virðist stundum
harla torskilið, hvernig einum kennara
tekst að halda ágætum aga, en öðrum
ekki„ þótt báðir virðist prýðilegir kennar-
ar. Annars vil ég segja það sem mitt álit,
að það er sízt verra að halda aga í skóla
nú en fyrir 20—25 árum, nema síður sé. En
hér kemur svo greinin, sem er eftir K. J.
Möller kennara. Ritstjórinn.
Fyrir um það bil 60 árum fékk ég
stöðu við einn af hinum stærri kaup-
staðaskólum okkar, þar sem mjög voru
3. Algeng matargerð, uppþvottur og
frágangur í eldhúsi. Athygli vakin á
geymslu matar og hollum, ódýrum
fæðutegundum, borðhaldi og borðsið-
um.
Allt þetta er auðveldast að kenna á
sjálfum heimilunum af skynsömum,
reglusömum mæðrum og húsfreyjum.
En þar eð tæpast fengist skipulögð
slík fræðsla almennt, verða skólarnir
að hlaupa undir baggann, og láta eng-
an námsvetur líða svo, að ekki væri
tekin, ef svo mætti segja, ein eldhús-
vika, helzt tvær, handa drengjunum.
Reynsla er þegar fengin fyrir því,
stundaðar fiskveiðar, og það, sem ég
ætlaði að segja hér frá, er dagsatt, ekk-
ert er dregið undan og engu bætt við.
Aðeins nöfnum leynt af skiljanlegum
ástæðum.
Á okkar tímum er mikið rætt um
aga. Það er því ekki ófróðlegt að draga
upp mynd frá fyrri tímum til saman-
burðar við það, sem við þekkjum í
dag.
iÞað var aðeins einn — tiltölulega
nýr — barnaskóli í bænum. Honum
var skipt í tvær höfuðdeildir. Önnur
deildin var fyrir drengi, en hin fyrir
stúlkur, og voru um það bil 500 böm
í hvorri. Hér tala ég nálega eingöngu
um drengina.
Það hafði komið nýr aðstoðarkenn-
ari, ungur og aðlaðandi maður. Það
var kominn vetur og nokkur snjó-
að þeir eru fúsir til námsins, athuga-
samir og duglegir. Margir drengir í
hóp eru helzt til áþrifamiklir og þurfa
því góða stjórn og gott skipulag. Bezt
er að hrósa þeim fyrir allt, sem vel
tekst, en gagnrýna sem minnst, sér-
staklega í byrjun.
Allt verður að vera vel undirbúið,
og kennarinn góður vinur og félagi
fremur en húsbóndi og „húsmóðir".
Heiðruðu skólastjórar, takið þetta
til athugunar strax á komandi vetri..
Reykjavík, 13. júlí 1956.
Arelíus Níelsson.