Heimili og skóli - 01.12.1956, Blaðsíða 26

Heimili og skóli - 01.12.1956, Blaðsíða 26
134 HEIMILI OG SKÓLI Kennarafundur á Austurlandi Dagana 15. og 16. sept. s.l. var 12. aðal- fundur Kennarasambands Austurlands haldinn í Barnaskólahúsinu í Neskaupstað. Gunnar Ólafsson, form. samb., setti fund- inn. Fundarstjórar voru þeir Steinn Stef- ánsson og Oddur A. Sigurjónsson, en fundarritarar Davíð Áskelsson og Valgeir Sigurðsson. Á fundinum voru mættir kennarar af sambandssvæðinu ásamt nokkrum gestum, samtals 31 maður. Á fundinum flutti Skúli Þorsteinsson, skólastjóri, frásögn um utanför, en hann hafði heimsótt allmarga skóla á síðasta ári, og Jóhannes Óli Sæmundsson, náms- stjóri, flutti erindi um vetrarstarfið. Auk þess ræddi Aðalsteinn Eiríksson, náms- stjóri, sem mætti á fundinum, ýmis við- horf í skólamálum. Urðu allfjörugar um- ræður um þessi erindi, og kom það meðal annars fram, að kennarar eru mjög and- vígir styttingu skólaskyldunnar, a. m. k. ef engin önnur úrræðu koma þar í mót til hjálpar unglingum. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum: 1. Tólfti aðalfundur K. S. A. beinir þeirri eindregnu áskorun til fræðslumála- stjórnar, að hún láti þegar á næsta ári gefa út handbók, þar sem í heild sé að finna öll lög og reglugerðir um skólahald, svo og um skyldur og réttindi kennara. 2. Tólfti aðalfundur K. S. A. beinir því til Ríkisútgáfu námsbóka, að hún láti sitja fyrir að gefa nú þegar út litprentaða landakortabók og einnig handhæga staf- setningarorðabók. 3. Fundurinn felur væntanlegri sam- bandsstjórn að koma á sýningu barna- og unglingabóka á næsta aðalfundi. Fundur- inn telur mjög æskilegt, að safni slíkra bóka verði komið upp hjá Ríkisútgáfu námsbóka. 4. Tólfti aðalfundur K. S. A. telur það mjög illa farið og til mikilla óþæginda fyr- ir skólana, ef Bókabúð Menningarsjóðs hættir störfum, því að hún hefur reynzt kennurum mjög hjálpleg um útvegun skólatækja. Fjölbreytt skólatækjaverzlun er brýn nauðsyn. Þess vegna beinir fund- urinn því til Ríkisútgáfu námsbóka, hvort hún geti tekið að sér slíka verzlun, ef hin hættir. í sambandi við fundinn var haldin sýn- ing á kennslubókum og hjálparbókum fyrir kennara á Norðurlöndum. Á laugardagskvöld skoðuðu fundarmenn hið svo til fullgerða, glæsilega sjúkrahús, og voru möttókur Norðfirðinga allar hin- ar glæsilegustu. Stjórn sambandsins skipa nú: Steinn Stefánsson, formaður, Guðmundur Þórð- arson, gjaldkeri, Valgeir Sigurðsson, rit- ari, og til vara: Skúli Gunnarsson og Jó- hann Jónsson, allir á Seyðisfirði. í fundarlok var setið kaffiboð bæjar- stjórnar og fræðsluráðs Neskaupstaðar, og var fundi slitið undir borðum. HEIMILI OG SKÓLI TÍMARIT UM UPPELDISMÁL Útgejandi: Kennarafélag EyjafjarÖar. Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst 24 síður hvert hefti, og kostár árgang- urinn kr. 25.00, er greiðist fyrir 1. júní. Útgáfustjórn: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Eiríkur Sigurðsson, yfirkennari. Páll Gunnarsson, kennari. AfgreiÖslu- og innheimtumaÖur: Árni Björnsson, kennari, Þórunn- arstræti 103, Akureyri. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Pósthólf 183. — Akureyri. Sími 1174. Prentverk Odds Björnssonar h.f.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.