Heimili og skóli - 01.02.1960, Blaðsíða 29

Heimili og skóli - 01.02.1960, Blaðsíða 29
HEIMILI OG SKÓLI 23 Ný byrjendabók í reikningi Fyrir skömmu er út komin ný byrjcndabók í reikningi eftir Þórarin Guðmundsson, kenn- ara á Akureyri, en Kennarafélag Eyjafjarðar liefur gefið út. Þetta ér nýstárleg bók, nálega eintómar myndir, sem börnin eiga að vinna með í sambandi við tölurnar. Hér er liigð áherzla á að skýra og æfa talnahugtökin og leggja með því traustan grundvöll að reikn- ingsnáminu. Þessari litlu bók er ætlað* Jjað hlutverk að auðvelda kennurum að leggja þennan grundvöll. Þó að bókin sé fyrst og fremst miðuð við algjöra byrjendur, geta börn, sem fengið hafa nokkra æfingu í með- ferð talna einnig haft af Ijenni bæði gagn og gaman. Þarna er byrjað á því smáa og farið hægt af stað, stig af stigi. Þetta er eins konar vinnu- bók, og starfið við hana er bæði skemmtilegt og þroskandi. Kannske höfum við oft van- rækt að leggja nógu haldgóðan grundvöll að reikningskennslunni og byrjað of snemma að láta börnin reikna með nöktum tölum, án þess að hafa lagt grundvöll að talnaskilningi þeirra. Kennarafélag Eyjafjarðar hefur ráðizt í að gefa þessa bók út í trausti þess, að hún mætti koma þarna að einhverjum notum. Einar Helgason kennari hefur teiknað myndirnar í bókina eftir fyrirsögn höfundar og hreinskrjfað textann. Bókin kostar 15 kr. og fæst hjá Skólavörubúðinni í Reykjavík og hjá Kennarafélagi Eyjáfjarðar, pósthólf 183, Akureyri. Nýstárleg bók Nýlega er komin út hjá Norðra mjög ný- stárleg bók, sem nefnist: íslandssöguvisur. Höfundur er Örn Snorrason, kennari á Akur- eyri. Höfundur segir meðal annars í formála: „Þessar visur hafa ekki skáldskapargildi. Þetta eru rímaðar upplýsingar og ábendingar, ætl- aðar til aðstoðar við kennslu og nám í ís- landssögu, og hef ég reynslu fyrir því, að vís- urnar geta komið að miklu gagni, ef þær eru lærðar smám saman. Þær veita fræðslu og á- bendingar um ártöl, menn og atburði, sem oft er spurt um á prófum. Þær eru náms- og kennslutæki og ekkert annað.“ Þetta hafa ýmsir reynt áður með góðum árangri, þótt aldrei hafi komið út svo stórt vísnasafn í þessari grein. Margir munu minn- ast með þakklæti vísnanna í ntálfræði Hall- dórs Briem. Þær kenndu mönnum að muna flóknar reglur. Þetta er ein hin bezta aðferð til þess að halda ýmiss konar minnisatriðum til haga og grípa til þeirra, jjegar á þarf að halda. 1 bók þessari eru á annað hundrað vísur sem allar fjalla um einhver atriði íslandssög- unnar, og þó að höfundur telji þær ekki til skáldskpar, eru þær þó margar vel kveðnar. Hér koma nokkrar, teknar af handahófi: Upphaf Islands byggðar. Súlur rak í Reykjavík, réðu því goð og lögur. Á er skorið ártalsbrík: Atta sjötíu og fjcigur. Egill Skallagrimsson. Engir frýja anda og ríms Agli syni Skallagríms. Ljóðin sígild samdi af rausn: Sonartorrek, Höfuðlausn. Árið 1000. Arið þúsund lagði að láði Leifs í vestri gnoðin. Kóngur ekki að sér gáði, Ormur langi hroðinn. Að Halls og Þorgeirs heillaráði hætt að blóta goðin. Uppeldi Snorra Sturlusonar. Lindin í Odda var ljós og mild, læknum í Hvammi miklu tærri. Þaðan kom íslandi Snorra snilld. Hin snjáðu blöð væru annars færri. Uppliaf siðabótar. Lúther ekki leizt á það að láta selja miða. Fimmtán sautján fór af stað feiknamikil skriða.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.