Heimili og skóli - 01.02.1960, Blaðsíða 23
HEIMILI C)G SKOLI
17
þarfnast það sálaryls og ástarhóta.
Lengi fram eftir aldri er umhverfi
barnsins torskilið og dularfullt. Það
vekur því geig og ótta, lamandi
kenndir, sem há þroskanum, ef þær
verða sterkar og haldast til lengdar.
Móðurástin aftur á móti vekur barn-
inu öryggiskennd og glæðir ást í
brjósti þess sjálfs. Af þeirri rót vex
heilbrigt tilfinningalíf og sálrænt
jafnvægi barnsins. Barn, sem svipt er
móðurást, annað hvort vegna ástleysis
móður eða fyrir erfiðar ytri ástæður,
býr við miklu lakari skilyrði til al-
hliða þroska. Geigur og vanlíðunar-
kennd setjast að því og draga úr and-
legum, siðferðilegum og jafnvel lík-
amlegum þroska þess. Af þessum si)k-
um er barni, sem fer á ntis við móður-
ást, hættara við geðtruflunum og sið-
gæðisbrestum en barni, sem hefur not-
ið ástríkis og rólegrar umhyggju frá
fæðingu. í stað hins hlýja verndar-
hjúps, sem umlukti fóstrið, þarfnast
barnið óbrigðuls ástríkis, sem vekur
því sjálfu ást, samúð og traust.
I órofa ástartengslum við foreldra
sína öðlast barnið alhliða tilfinninga-
þroska. Ef slík tengsl myndast ekki,
eða rofna of snemma, er mjög hætt
við að eðlilegt jafnvægi tilfinninga-
h'fsins raskist. Ásthneigð til móður er
samrunnin eðli barnsins, það getur
ekki annað en elskað hana og þráð ást
hennar. En el því linnist ást móður-
innar bregðast, reynir það á ýmsan
hátt að knýja hana fram. Eftir nokkrar
misheppnaðar tilraunir tekur barnið
að dylja og bæla þrá sína. Við þetta
gerbreytist barnið. Framkoma þess
einkennist af tilfinningasljóleika og
kæruleysi, þó að logand þrá brenni
því í brjósti. Af þessum sökum verða
börn, sent alast upp við ástleysi for-
eldra, oft vansæl oa; erfið í daglegri
hegðun. Hin bælda þrá myndar geð-
flækju eða duld, sem grefur um sig í
sálarlífi barnsins og getur leitt til
taugaveiklunar og geðtruflunar. Um
það er f jallað síðar í þessari bók.
Því meir sem eðlilegt jafnvægi til-
finningalífsins raskast því erfiðara
verður uppeldi barnsins. Erfiðleik-
arnir eru margbreytilegir eftir aldri
barnsins og ytri aðstæðum. Þeir byrja
venjulega á því, að trúnaður rofnar
milli barns og foreldra, fyrr en þroski
barnsins leyfir. Hins vegar sleppir for-
eldrið barninu þó ekki með öllu und-
an eftirliti og ögun. Afleiðingin verð-
ur sú, að barnið beygir sig fremur fyr-
ir valdi og myndugleika foreldrisins
en að það lúti því af ást og skilningi.
Af þessu hugarfari vex mótþrói með
barninu, sem getur brotist út í ofsa og
jafnvel óleyfilegum verknaði. Barnið
kappkostar þá að brjótast undan
handleiðslu o» ögunarvaldi foreldris-
ins. Þess vegna er börnum, sem hafa
farið á mis við ást og rólega um-
hyggju foreldranna, hættara en öðr-
um við að leiðast út í misferli. E. t. v.
er það dulvituð hefnd.
Afbrýði og ofurást. Oft er foreldra-
ást misskipt milli barnanna, svo að
systkini njóta ekki öll sama atlætis.
Þetta á sér ýmsar orsakir og verða
þær ekki raktar til hlítar hér. Ein hin
alvarlegasta er sú, að móðurinni hafi
vaknað andúð á barninu úm leið og
hún vænti þess, t. d. að henni hafi
fundizt barnið valda sér hneisu (óskil-
geitð barn), skerða frjálsræði sitt,
íþyngja sér efnahagslega. Barnið verð-