Heimili og skóli - 01.02.1960, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI
3
JÓNAS PÁLSSON, sálfræðingur:
Sérkennsla í lestri
Jónas Pálsson er fæddur að Beingarði í
Rípurhreppi í Skagafirði. Hann varð stú-
dent frá Menntaskólanum á Akureyri
1947. Háskólanám í Edinborg frá 1949—
1952. Aðalgreinar sálarfræði og mannkyns-
saga. Starfar nú sem skólasálfræðingur við
skólana í Kópavogi.
Jónas hefur lofað að skrifa greinaflokk
í Heimili og skóla þetta ár og birtist hér
fyrsta greinin. — Ritstj.
Börnum sækist mjög misjafnlega
lestrarnám, svo sem alkunna er. Raun-
ar er því einnig svo farið með allt
nám, en lestur hefur þó nokkra sér-
stöðu, þó ekki væri vegna annars en
þess, að sæmileg lestrarkunnátta er
frumskilyrði góðs árangurs í öðrum
námsgreinum. ,
í þessum pistli er ekki rúm til að
ræða lestrarnámið almennt né sam-
band greindarþroska og lestrarleikni,
en ef til vill verður það gert síðar.
Hér verður aðeins drepið á sérkennslu
barna, sem eiga við lestrarörðugleika
að etja.
Á Norðurlöndum hafa einkum
tvær leiðir verið farnar til hjálpar
börrtum með lestrarörðugleika.
Myndaðir hafa verið lestrarbekkir og
komið upp svonefndum lestrar-„klin-
ikk“. í lestrarbekkina eru valin börn
með lestrarörðugleika, en þó þannig
að þau hafi um það bil meðalgreind-
arþroska eða betri. Sérstök áherzla er
lögð á lestrarnámið og reynt að haga
kennslu í öðrum greinum þannig, að
léleg lestrarkunnátta dragi sem
Náskylt þessu umræðuefni er við-
horfið til siðgæðis og trúar: Þetta
tvennt er síður en svo nokkur and-
stæða við hina miklu þekkingarleit
nútímans. Það þarf að minnsta kosti
ekki svo að vera. En margt bendir þó
til, að þegar annað er í hávegum liaft,
sé hitt vanrækt, og það er engin til-
viljun hvað óskaplega lítið l'er fyrir
umræðum um siðgæði og trú í út-
varpi, blöðum, skólum og manna á
meðal. Við hristum að vísu höfuðin
er við heyrum talað um einhver fjár-
svikin, innbrotin, drykkjulætin og öll
slysin sem stafa af drykkjuskap, en við
reynum sjaldnast að gera okkur grein
fyrir, hvað á bak við allt þetta siðleysi
liggur. Er það ekki einhver veila í
uppeldi þjóðarinnar — kannski væri
réttara að segja þjóðanna, því að við
eruin ekki lengur einangraður hópur
langt úti í hafi. Væri ekki ástæða til
að skipa einhverja nefnd viturra og
háþroskaðra rnanna til að einbeita
vitsmunum sínum að kjarnorku hug-
arfarsins og í hvaða átt væri æskileg-
ast að beina henni? Maðurinn er kom-
inn í skugga vélarinnar .
Gleðilegt ár.
Hannes J. Magnússon.