Heimili og skóli - 01.02.1960, Blaðsíða 10
4
HEIMILI OG SRÓLI
minnst úr námsmöguleikum barnsins.
Frá lestrarbekkjunum mun þó mikið
horfið nú á allra seinustu árum.
Hin aðferðin, sérkennsla eins eða
þriggja til fjögurra barna, þykir gefa
góða raun og hefur verið tekin upp
með skipulegum hætti sem fastur lið-
ur í lestrarkennslunni mjög víða og
þó sérstaklega í Svíþjóð. Þótt mörg
skilyrði skorti enn við íslenzka skóla
til þess að rækja sérkennslu í lestri
með fullum árangri, tel ég sjálfsagt
að reyna nú þegar að byrja þessa starf-
serni, þótt í smáum stíl verði. Styrkja
ætti kennara til sérnáms um eins til
tveggja ára skeið, jafnvel stutt nám-
skeið að haustinu ,sem stundum eru
haldin á Norðurlöndum, eru til stór-
bóta. Eina viðunandi lausnin er þó
sú, að Kennaraskóli íslands taki að
sér að veita kennurum nægilega kunn-
áttu til að annast sómasamlega
kennslu afbrigðilegra barna og barna
með lestrarörðugleika.
Viðurkennt er, að almennur greind-
arþroski er meginskilyrði árangurs
við lestrarnámið. Flestum börnum,
senr eru verulega á eftir sínum meðal-
aldri um almennan þroska, sækist því
lestrarnámið eðlilega seinna en með-
alþroskuðuni börnum eða betur. I>\ í
er heldur ekki rétt að tala um eigin-
lega lestrarörðugleika, nema hjá
Itarni, er hefur náð mun lakari lestr-
arleikni en meðallag þeirra barna,
sem sambærileg eru að almennum
greindar- og félagsþroska.
Af þessu leiðir, að sérkennsla í
lestri krefst sérfræðilegrar rannsóknar
á barninu, ef vel á að vera, greindar-
þroska þess, geðheilsu, skólalíðan,
heimili og aðstöðu yfirleitt, auk ræki-
Jónas Pálsson s/ilfraðingur.
legrar athugunar á lestri barnsins. Nii
mun það víst svo, að sérfræðinga til
slíkrar rannsóknar skortir við flesta
skóla. Einnig vantar sárlega ,,diagnos-
tis“-lestrarpróf til að kanna á hnitmið-
aðan hátt veilurnar í lestri barnsins
og reyna kerfisbundið á hina ýmsu
þætti lestrarleikninnar. Hvorugu
verður víst bætt úr í bráð ,býst ég við.
Engu að síður tel ég sjálfsagt, að
skólastjórar, minnsta kosti í hinum
stærri skólum, reyni nú þegar að
koma á skipulegri sérkennslu í lestri.
Mér er ljóst, að einstök börn hafa
jafnan fengið aukatilsögn í lestri,
kennarar stundum lagt slíkt á sig
greiðslulaust og að eigin frumkvæði.
eða þá að foreldrar hafa séð að í óefni
var komið. Hér er hins vegar um að