Heimili og skóli - 01.02.1960, Blaðsíða 22

Heimili og skóli - 01.02.1960, Blaðsíða 22
16 HEIMILI OG SKÓLI ERFIÐ BÖRN Skömmu fyrir síðastl iðin jól kom út bók ein, sem verður að teljast merkileg á marga lund, þótt hún vekti ekki mikla athygli á hinum fjölskrúð- uga bókamarkaði, enda var hún lítið auglýst. Bók þessi nefnist Erfið böm, sálarlíf þeirra og uppeldi. Hún er eft- ir 10 uppeldis- og sálfræðinga, lækna og aðra sérfræðinga og fjallar, eins og nafnið bendir til, um uppeldi barna. Nú munu kannski foreldrar, sem ekki eiga erfið börn, halda, að þarna sé ekkert fyrir þau. Þetta er þó mis- skilningur. Bókin á brýnt erindi til allra uppalenda — foreldra og kenn- ara. Hér er rætt svo mikið um upp- eldi og uppeldisvandamál almennt, að bókin er hinn mesti fengur fyrir alla og kemu'r ótrúlega víða við. Að þessu sinni verður efni hennar ekki rakið hér, en fyrsta ritgerðin í bókinni er eftir prófessor Matthías Jónasson, sem jafnframt er ritstjóri þess verks. Nefnist þessi ritgerð Heilbrigð þróun barnsins. Byrjar höfundur að ræða þessa þróun við fæðingu þess, eða jafnvel á meðan það er í móðurlífi og fylgir því svo fram yfir kynþroska- skeið. Bendir hann meðal annars á ýmsar hættur, sem yfir barninu geta vofað á þessu þróunarskeiði, en í máli hans öllu felast mikilvægar bendingar til foreldranna, sem eiga að vera uppalendur þess og verndarar á þessu mikilvæga æviskeiði. Þar sem prófessor Matthías ræðir verndarþörf barnsins og þróun til- finngalífsins, segir hann meðal ann- ars: — Ungbarnið þarfnast ekki aðeins líkamlegrar umönnunar, engu síður ræktunarmaður og vegabótamaður helur á margan hátt auðgað sína sveit. Fátækur drengur verður að nýtum og merkum mann, sem græðir mörg strá, þar sem áður óx eitt. Hann er kennari og fræðari í meira en þrjá áratugi, hann breytir koti í höfuðból, hann leggur vegi þar, sem áður voru vegleysur einar, og hann er liðtækur alls staðar þar, sem leggja þarf hönd að verki í félagsmálurrt, og honum er hvarvetna sýnt traust, enda vill hann hverjum manni greiða gera. Þegár sveitungar hans kvöddu hann svo í síðasta sinn á Miklabæ í Blöndu- hlíð, rúmaði kirkjan ekki nema lítinn hluta af því fólki, sem vildi sýna hon- um virðingu og þökk að leiðarlokum. Svona lifa og svona deyja góðir og nýtir menn. En þó að maður komi vafalaust í manns stað, þykir mér sem Blönduhlíðin sé miklum mun fátæk- eftir en áður. Vertu sæll, vinur og frændi! Kann- ski eigum við eftir að hittast aftur í einhverri nýrri Blönduhlíð með blómagrundum og brötum hlíðum. — Kannski? Hannes J. Magnússon.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.