Heimili og skóli - 01.02.1960, Blaðsíða 20
14
HEIMILI OG SKÓLI
ekki upphátt. Tunglið náði toppi píl-
viðarins — það komst fram hjá hon-
um, og ég var alltaf jafn þögull.
„Kalt í kvöld,“ sagði pabbi loksins.
„Haustið er komið í loftið. Það verð-
ur svalt í fyrramálið."
„Já, það er sennilegt,“ svaraði ég.
Svo spjölluðum við litla stund um
einhverja smámuni þangað til við
gengum inn og háttuðum.
Það var að kvöldi liins fimmta dags.
— Við ætluðum að halda heim eftir
tvo daga. Þagnirnar í samræðum okk-
ar pabba urðu alltaf lengri og lengri.
Ég hafði gefið upp alla von um að
geta skýrt honum frá tilfinningum
mínum gagnvart honum, og ég sagði
við sjálfan mig: að þetta hefði líklega
verið heimskuleg hugsun og til orðin
af einhverri tilfinningasemi. En jafn-
framt hafði mér orðið það ljóst, að ég
hafði vanrækt son minn. Hann hafði
ekki kunnað sérlega vel við sig hér á
bernskuheimili mínu. Allt í einu
langaði mig til að sýna honum, að
gamla húsið okkar væri ekki aðeins
gamalt draugahús, þar sem ég hafði
lifað öll mín bernskuár.
Það var dimmt og kalt, þegar vekj-
araklukkan hringdi kl. 4 næsta morg-
un. Ég skalf af kulda, þegar ég lædd-
ist inn í gamla barnaherbergið mitt,
þar sem Jón svaf. Ég ætlaði að kveikja
á arninum. Þurrir furuviðarbútarnir
loguðu vel. Snarkið á arninum var
þægilegt, og logarnir köstuðu hlýleg-
um bjarma um herbergið, þegar ég
vakti Jón.
„Á fætur með þig, gamli minn,“
sagði ég. „Við erum að fara á veiðar,
þú og ég.“ Þegar Jón hoppaði út úr
rúminu, vissi ég, að þetta var að hans
skapi. „Nú skulum við tveir vera sval-
ir karlar í dag,“ sagði ég glaðlega. Ég
steikti pylsurnar yfir logunum, og
þrátt fyrir góðan vilja, brunnu þær
talsvert og eggin urðu alltof brún. En
þegar ég sneri mér við og sá pabba
standa í dyrunum í náttfötunum sín-
um, var ég ekki í nokkrum vafa um,
að honum hafði smátt og smátt orðið
það ljóst af því sem hann heyrði
þarna, að hér var skemmtileg og
hugþekk saga að endurtaka sig, yndis-
leg saga frá gömlum dögum.
í fyrstu voru augu hans spyrjandi,
síðan samþykkjandi. Eitt einasta
augnatillit sagði honum allt: Að ég af
djúpri þakklætiskennd var að reyna
að gera hið sama fyrir son minn sem
hann hafði gert fyrir mig. Honum
hlaut að vera það Ijóst, að ég var að
reyna að skapa syni mínum þann æv-
intýraheim, sem hann hafði búið mér
í bernsku minni. Og ég veit líka,
að honum varð það nú ennig Ijóst, að
þetta, sem nú var að gerast, var ekki
neitt einangrað fyrirbrigði fyrir mig
og Jón, iheldur löng, löng dagaröð,
sem við áttum eftir að lifa í trúnaði
og góðum félagsskap.
Til þess að leyna geðshræringu
sinni, sagði hann ásakandi:
„Hvað eruð þið eiginlega að gera
hér um miðja nótt? Og hvers vegna
hefur þú aldrei lært að steikja egg?“
En af því augnaráði, sem hann
sendi okkur Jóni, er við lögðum af
stað með gamla veiðitösku út í nótt-
ina, vissi ég að hann skildi — skildi
allt það, sem ég hafði ekki getað sagt
honum.