Heimili og skóli - 01.02.1961, Side 16

Heimili og skóli - 01.02.1961, Side 16
10 HEIMILI OG SKÓLI Samvinna skóla og neimila EFTIR NIELS JÖRGEN BISGAARD Heimilis-heimsóknir. (N iðurlag.) Það er tímafrekur kynningarháttur að framkvæma heimsóknir á heimili foreldranna. Ég held vissulega, að raunverulegur og góður árangur geti orðið af slíkum heimsóknum, en fyrst ber þó að athuga, að auðvitað geðjast ekki öllum kennurum að þess háttar né hafa tíma til þess. Og auk þess er athyglisvert, hvort skólastjóri sá hafði ekki rétt fyrir sér, sem mælti á þessa leið, (þó átti skóli hans einmitt óvenju góða samvinnu við heimilin): „Eðli- legur vettvangur kennarans og starfs- svið er nú einu sinni skólinn — ég á við, að þar eigi hann að hafa tal af foreldrunum. Það ætti að vera hrein undantekning, að kennarinn heimsæki heimilin.“ Umrœðufundir foreldra. Ég hef sjálfur stjórnað umræðu- fundum foreldra í fjóra vetur, mér til mikillar gleði. Verkleg framkvæmd hefur hafizt á þann hátt, að skólinn, foreldrafélagið og skólanefndin hafa sameiginlega sent öllum heimilunum boðsbréf um sam- ræðufundi. Valin hafa verið 12—15 fundarkvöld til tveggja stunda fundar einu sinni í viku. Ég hef verið svo heppinn að hafa sömu þátttakendur, svo árum skipti, suma meira að segja fjögur ár í röð. Þetta hefur hvatt mig til að halda áfram. Ég mun hér á eftir drepa á ýmis atriði, sem hafa glatt mig. Um- ræðuefni er auðvitað fyrirfram ákveð- ið: hér á að spjalla um börn, uppeldi og skóla. Það er góð hugmynd að láta þátttak- endur greiða 5—10 kr. Upphæðin greiðist fyrsta kvöldið og er notuð til að kaupa fyrir væntanlega „heimilda- bók“ („grundbog") og til að greiða kostnað við loka-veizlu. Ritari er kos- inn þegar fyrsta kvöldið, og tekur hann á móti forfallatilkynningum o. s. frv. Fyrirfram er hægt áð búast við miklum áhuga þeirra foreldra, sem hafa gefið sig fram, og löngun þeirra til að rökræða um skóla, börn og upp- eldi — aðalatriðið er aðeins að hitta á rétta leið og sameina starfhæfan og áhugasaman viðmælendahóp. Efnisval gæti t. d. verið: 1. Þegar skólaganga barnsins hefst. 2. Erfiðleikar á barnsævinni (á ýmsu aldursskeiði). 3. Agi og ögunarhættir (hlýðni, — disciplin). 4. Námslestur — sjónvarp — hátta- tími. 5. Leikur — þroskandi starf. 6. Kynferðislegt uppeldi. 7. Hitt og þetta um nám og minni. 8. Tími og peningar. 9. Áhrif foreldra á svonefnda iðnl og leti. 10. Vangefin börn. 11. Einkunnabók — skyndipróf — aðalpróf. 12. Hvernig mynduð þér hugsa yður fyrirkomulag skólans?

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.