Heimili og skóli - 01.02.1961, Qupperneq 17

Heimili og skóli - 01.02.1961, Qupperneq 17
HEIMILI OG SKÓLI 11 Heimildarrit (,,Grundbog“). (Um undirstöðufræðslu o. s. frv.) Heimildarrit eftir samkomulagi og vali, (gæti t. d. verið: Áse-Grude- Skard: Hvers getum við vænzt af börn- um á ýmsum aldursskeiðum? og A. M. Nörvig: Heilbrigt barn og foreldrar þess, eða Heimildarrit Útvarpsins: Heimili og börn.) En annars gæti nægt að vísa til heimildarrita ákveðin kvöld. Mikið veltur á því að fá einn eða fleiri úr hópi foreldranna til að vera máls- hefjandi (frummælandi). Kvikmyndir. í tilbreytingarskyni mætti sýna kvik- myndir eitt kvöldið. (Höf. vísar til „Statens filmcentral“, en þar er úr miklu að velja!) Hjalfiuidir. (,,Summemöde“). Sé foreldrahópurinn stór, mætti öðru hverju skipta honum í „hjal- fundi“. Kennarinn skrifar 2—3 spurn- ingar á töfluna, og síðan er hópnum skipt í 3—4 manna smádeildir, sem síð- an „hjala“, þ. e. spjalla sín á milli um spurningarnar í 5—15 mínútur. Síðan skýrir hver deildarfulltrúi frá niður- stöðu sinnar deildar. Kennarinn skrif- ar síðan aðalatriðin á töfluna, og hóp- urinn ber síðan saman skoðanir smá- deildanna. Hringborðs-samrœður. Einnio mætti gera kvöldfundinn að O O eins konar „hringborðs-samræðum“ og láta alla þátttakendur tjá skoðun sína í allt að 5-mínútna ræðu. Látalætisleikur (,,ekstemporalspil“). Það mætti einnig láta foreldrana leika dálítinn látalætisleik. Þá eru ein- ir þeirra sendir fram fyrir hurðina sem snöggvast, og er þá stungið smá- spjaldi í lófa þeirra. Á spjaldinu stend- ur t. d.: „Þegar þér komið inn aftur, eruð þér kennari í 7. bekk. Þér hafið nýskeð verið með bekkinn hálfan mán- uð í útileguskóla (,,Lejrskole“). Eftir heimkomuna hefur kvisazt um ýmis atvik á svefnloftum rttileguskólans á kvöldin. Allmargir foreldranna lrafa beðið um fund til þess að heyra skoð- un yðar á þessu máli. — Þegar þér nú komið inn aftur, hagið þér yður sem bekkjarkennari, bjóðið fundarmenn velkomna og stjórnið síðan fundi!“ Áður hafa svo hin öll fengið áþekkar leiðbeiningar. Sjónleikur látinn skýra ýmis málefni skóla og uppeldis. Rithöfundurinn lektor K. B. Mön- sted hefur í sambandi við bók sína „Leikstarfsemi í skólum“ samið nokk- ur smáhefti, sem nefnast: „Við leikum gamanleik I,—VI.“ VII. hefti heitir „Æskuleikir“. Höf- undur hefur sennilega ætlazt til, að þessir smáleikir væru sýndir í efstu bekkjum barnaskólans, í framhalds- skólum, lýðháskólum o. s. frv. í því skyni að veita fjölskylduþekkingu og fleira eftir nýjum leiðum. Eg fékk lán- að þetta hefti, sem þá var aðeins fjöl- ritað í örfáum eintökum. Mér hafði sem sé dottið í hug að láta foreldrana í einum samræðuhóp vetrarins vera sjálfa leikendurna. Við höguðum starfi okkar á þann hátt, að foreldrarnir lásu heima ákveðinn kafla (hlutverkin átti ekki að læra utanbókar), og á kvöld- fundinum lékum við svo fullum fet-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.