Heimili og skóli - 01.02.1961, Page 19

Heimili og skóli - 01.02.1961, Page 19
HEIMILI OG SKÓLI 13 yfirvöldum að styrkja og efla samvinn- una með því að kosta foreldrasam- vinnuna. Auðveldasta og fyrsta sporið ætti að vera að launa ákveðinn viðtalstíma kennarans í hverri viku. Málið verður óðar flóknara, þegar öll önnur samvinnuatriði er um að ræða. Ég tel ekki að launa ætti eins og tímavinnu hvern einstakan foreldra- fund, sem kynni að verða haldinn. Því- líkt skipulag nryndi reynast óheppi- legt í framkvæmd, og heldur ekki fylli- lega réttlátt. Þá myndu koma upp úr kafinu margvíslegir samvinnuhættir, sem gleymzt hefðu og því orðið utan- gátta í skipulaginu. Lausn þessa máls ætti að minni hyggju að vera sú að bæta raunveru- lega öll launakjör kennarastéttarinnar. Með slíkri launahækkun myndu fleiri og fleiri geta talið kennarastarf- ið fullkomna atvinnu og aðalstarf sitt. Eins og nú stendur, munu margir líta þannig á, að kennarastarfið sé eins konar íhlaupavinna, sem þurfi upp- bótar við með ýmiss konar aukavinnu, svo sem kvöldskólakennslu, heima- kennslu, námsskeiðakennslu o. s. frv. til þess að heimilisfaðirinn, kennari, geti nokkurn veginn fylgzt með efna- hagslegri framrás annarra þjóðfélags- stétta á okkar dögum. Árangurinn verður því sá, að foreldrasamvinna er starfsemi, sem kennari hefur blátt áfram hvorki tíma til né efni á að sinna að neinu ráði. Sé þess óskað að auka og efla sam- vinnu skóla og heimila, verður að gera ráð fyrir talsverðum hugarfarsbreyt- ingum á vettvangi vissra kennara, en o o 7 þá verður að gera ráð fyrir kennurum í fullri vinnu, og það útheimtir — peninga. Niels Jörgen Bisgaard. Helgi Valtýsson þýddi úr Dansk pædagogisk Tidskrift. Það er leikur að lœra. — Ljósmynd: P.Gunnarsson.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.