Heimili og skóli - 01.02.1961, Page 24
18
HEIMILI OG SKÓLI
börn. Maður á því að venjast, að börn
séu feimin við sbk tækifæri, en ein-
mitt þetta; að fæst þessi börn höfðu
áður séð kirkju, myndi gera þau hálfu
feimnari og vandræðalegri en ella.
Fæst börnin töluðu norsku, heldur
annað hvort lappnesku eða „kvænsku“
þ. e. mállýzka frá Norður-Noregi.
Eg liafði því fyrir framan mig
áheyrendur, sem töluðu þrjú tungu-
mál, og ég kveið fyrir að þurfa að nota
túlk. En hins vegar fann ég til þess,
að ef það var nokkurn tíma skylda mín
að leggja mig allan fram, þá var það
frammi fyrir þessum börnum, sem
gengið liöfðu fjórar mílur yfir fjallveg,
höfðu aldrei séð kirkju og hlökkuðu
til. Ég fann að hlutverk mitt var erfitt.
Þau stóðu í röðum á kirkjugólfinu,
drengirnir öðrum megin, en stúlkurn-
ar hinum megin. Ég gekk fram gólfið
í milli raðanna á meðan þau sungu
eitt sálmvers. Þennan dag var biskup-
inn hræddari en börnin.
Nú var um að gera að hafa fyrstu
spuminguna svo auðvelda, að þeim
veittist öllum létt að svara henni —
hugsaði ég. — Þú verður að finna ákaf-
lega einfaldar spurningar og tala hægt
og skýrt:
„Hvað heit-ir þett-a hús, sem við er-
um nú í?“
Eins og byssuskot kom svarði;
„Kirkja.“
„Já, það heitir kirkja, en til hvers
eru slík hús ætluð, sem við köllum
kirkjur?“
Margar hendur voru á lofti. Ég
benti á Lappadreng.
„Til uppbyggingar.“
„Rétt, þær eru okkur til uppbygg-
ingar.“ En nú gleymdi ég í gleði minni
allri varfærni og þyngdi spurningarn-
ar meir og meir.
„En þegar þú nefnir uppbyggingu,
þá langar mig til að spyrja, hvað það
er, sem við eigum að byggja upp hér í
kirkjunni."
Sami drengur rétti enn upp hönd-
ina, og ég gaf honum bendingu um að
svara.
„Við eigum að byggja upp eilífa líf-
ið í hjörtum okkar.“
— Það leið nokkur stund áður en ég
gat áttað mig, eða sagt nokkurt orð.
Aldrei hafði ég fengið slíkt svar.
Seinna spurði ég kennarana. Nei, þeir
vissu ekkert hvaðan drengurinn hafði
þetta. Og þetta var 12 ára Lappadreng-
ur. Þeir fullyrtu, að hann hefði þetta
svar ekki úr neinni bók. En hvað um
það — svarið var fengið, og ég hef boð-
að það alls staðar, þar sem ég hef haft
tækifæri til, og ég hef bætt því við: Af
þessum dreng hef ég lært, hvað söfn-
uður er: Söfnuður er það samfélag
manna þar sem hver hjálpar öðrum til
að byggja upp eilífa lífið í hjörtum
sínum.
Þetta samtal stendur eins og það sé
höafgvið í oranít í hug mínum. Það var
eins og börnin bæru mig lengra og
lengra. Því miður skrifaði ég ekkert,
en ég man það bezt, að allt gekk eins
og í sögu. Engin vandræði með málið.
Það var létt yfir öllum. Eins og fráir
fjallahreinar bárust börnin með mér
hvert sem ég vildi.
Svo var það altarið. — Helmingur-
inn af börnunum hafði aldrei komið í
kirkju áður. — Kórinn í Tanakirkju er
stór. Ég raðaði minnstu börnunum
næst grátunum. Hin stærri stóðu í röð-
um þar fyrir utan. Síðan gekk ég inn