Heimili og skóli - 01.02.1961, Page 26
20
HEIMILI OG SKÓLl
Eg fann krónuna mína aftur
Aldrei liafa börnin verið eins löt,
kærulaus, eyðslusöm, skemmtanafíkin
eða haldin slíkum afbrotahneigðum og
nú. Þetta er auðvelt að sanna og þarf
ekki annað en skýrslur frá lögreglu og
frásagnir blaða. Eitthvað á þessa leið,
og þó með nokkrum óprenthæfum
áherzlum, sagði mætur maður á góðra
vina fundi fyrir nokkrum dögum.
Sama dag og svo var mælt til hinna
ungu borgara, komu fyrir tvö atvik er
nú skal frá greina: Eldri kona kom út
úr verzlun einni í miðbænum og hafði
pinkla marga í höndum. Nokkrir smá-
strákar stóðu við búðargluggann. Kon-
an missti peningaseðil um leið og hún
gekk norður götuna. Strákarnir tóku
hann upp og skröfuðu saman í hálfum
hljóðum. Þarna höfðu þeir nokkurn
gjaldeyri í höndum og innan við búð-
argluggann glitraði á margan eiguleg-
an hlut. Samkvæmt kenningunni um
spillingu æskunnar var framhaldið
auðráðið. En hér fór á aðra leið. Strák-
arnir tóku á sprettinn, náðu konunni
og skiluðu henni seðlinum og varð
hún alveg forviða.
Stundu síðar snerust nokkur börn á
barnaskólaaldri á gangstéttinni og virt-
ust vera að leita að einhverju. Hafið
þið týnt einhverju? Það var nú bara
meta, en hitt er víst, að engin kynslóð
hefur ráð á að glata því bezta, sem hún
tók í arf frá feðrum og mæðrum, og
eitt af þeim sígildu verðmætum er
trúin. H. J. M.
króna, sagði framsettur strákur, sem
hafði sundfötin sín undir peysunni,
við vorum að fara í sund. Hérna er
króna í staðinn ef þig vantar. Ja,
kannski, en ég get skilað þér henni
aftur. Eigðu hana góði, ég týni henni
kannski annars. Þakka þér fyrir, sagði
stráksi.
Seinna um daginn var sá, er þetta
ritar, að verzla. Er þá hnippt í mig og
er þar kominn krónu-drengurinn og
réttir mér peninginn með þessum orð-
um: Ég fann krónuna mína aftur, og
hérna er sú, sem þú lánaðir mér.
Ég verð að segja það, að þennan dag
liöfðu börnin betur. — X.
iDagur, Akureyri.)
Gömul kona bjó alein i kofa einum uppi
á allháum hól. Morgun einn, þegar hún fór
á fullri ferð niður brekkuna með sláttuvél-
ina sína á undan sér, nam bílstjóri einn
snögglega staðar á veginum fyrir neðan og
kallaði til gömlu konunnar:
„Ég var nálega dauður af hræðslu, er ég sá
yður koma á fieygiferð niður brekkuna á eftir
sláttuvélinni. Þér ættuð ekki að leika yður
að slíku á yðar aldri. Það gæti kostað yður
lífið."
„Ungi maður," sagði hún og rétti vísifing-
urinn upp í loftið. „Akið heim og lesið blöð-
in yðar. Látið mig svo vita, hve margar 86
ára gamlar konur hafa látið lífið af því að
aka garðsláttuvél niður brekku. Og takið svo
einnig eftir því, hve margir ungir menn eru
drepnir er þeir aka út á þjóðveginn í vagni
sínum."
Gamla konan sneri svo aftur við til sláttu-
vélarinnar, en ungi maðurinn ók af stað mjög
hugsandi.