Heimili og skóli - 01.02.1961, Síða 27
HEIMILI OCx SKÓLI
21
Bækur og rit
Sagati okkar.
Utgefandi Ríkisútgáfa námsbóka.
Þetta er falleg bók og vönduð á allan hátt.
Bókin, sem er 80 blaðsíður að stærð, er ætluð
níu ára börnum, ekki sem námsbók til að taka
próf að loknum lestri, heldur eins konar lestr-
arbók, sem opnar fyrir hinum ungu dyr sögu
lands og þjóðar. Vilbergur J úlíusson og Olaf-
ur Þ. Kristjánsson skólastjórar tóku efnið
saman, en Bjarni Jónsson kennari teiknaði
myndirnar, en í bókinni er mikill fjöldi
mynda, og margar í litum, svo að segja má,
að mun meira sé af myndum en lesmáli. Þetta
er örstutt ágrip af íslendingasögunni frá upp-
hafi íslands byggðar og fram undir vora daga.
Þarna er byrjað á Ingólfi Arnarsyni og land-
námi hans og endað á lýðveldisstofnuninni.
En frá öllu þessu er sagt á svo einfaldan hátt,
að þess verður varla vart, að þetta sé fræðslu-
bók, og hinn mikli myndafjöldi gefur öllu líf.
Þrátt fyrir það að bókin er að verulegum
hluta myndir, hefur tekizt að koma þarna að
ótrúlega miklum fróðleik um líf og siigu
þjóðarinnar, og leggja þar með góðan grund-
völl að sögunáminu síðar. Þetta er vafalaust
fallegasta bókin og skemmtilegasta, sem Rík-
isútgáfan hefur sent frá sér og stenzt fullkom-
lega samanburð við hliðstæðar bækur í öðrum
menningarlöndum. Hafi hún þökk fyrir. Það
mun vera ætlazt til að bók þessi sé notuð í níu
ára bekkjum barnaskólanna. Hún er þó eng-
an veginn einskorðuð við það aldursskeið. Ég
vil benda á að bók þessi er tilvalin afmælis-
gjöf til barna 7—10 ára. Það væri sannarlega
ánægjulegt fyrir foreldra að fletta þessari bók
með börnum sínum, skýra myndirnar og
spjalla um efnið. Þeim tíma er vel varið. Frá-
gangur bókarinnar er prýðilegur. Mættum
við fá meira af svona bókum frá Ríkisútgáf-
unni?
Tveir bteklingar.
Þá hafa Heimili og skóla einnig borizt tveir
bæklingar frá Bindindisfélagi íslenzkra kenn-
ara. Hinn fyrri er Vinnubók, sem ætluð er
til notkunar við bindindisfræðslu í skólum,
10 blaðsíður, sem Marínó Stefánsson kennari
í Reykjavík hefur teiknað og tekið saman. Er
ætlazt til að vinnubók þessi sé notuð í sam-
bandi við fræðsluritið „Ungur nemur, gamall
temur“, sem félagið lét taka saman fyrir fá-
einum árum og nú er notað í barnaskólum.
Vinnubókarblöð þessi eru fjölrituð í fjölrit-
unarstofu Jóns Hilmars Magnússonar þenn-
ara á Akureyri. Þessi vinnubók hefur verið
send öllum tólf ára börnum í landinu ó-
keypis.
Unglingsárin. Þetta er lítill bæklingur með
mörgum myndum og fjallar um heilbrigðar
lífsvenjur ungra stúlkna og vandamál þeirra
á unglingsárunum. Jónas Jónsson kennari frá
Brekknakoti hefur þýtt bækling þennan úr
sænsku, en Bindindisfélag íslenzkra kennara
gefið hann út. Þetta rit heflr einnig verið sent
ókeypis öllum tólf ára stúlfum 'í landinu, og
annast barnaskólarnir dreifinguna.
Þetta er mynd úr ritinu, og fylgir henni
þessi texti: Mitt bezta fegrunarmeðal: Róleg-
ur, djúpur svejn.
Magni.
Loks hefur Heimili og skóla borizt blað
Bindindisfélags íslenzkra kennara, 2. og 3.
hefti 1960. Þetta litla blað fer til allra kennara
við barna- og unglingaskóla á landinu, og
flytur greinar um bindindisfræðslu og bind-
indismál. Ritstjóri er Hannes J. Magnússon.