Heimili og skóli - 01.02.1962, Qupperneq 12
4
HEIMILI OG SKÓLI
Mannfjölgun er því aðeins réttilega ör,
að hvert barn sem fæðist sé velkomið í
þennan heim og möguleikar séu á að
veita því þroskavænleg uppeldisskil-
yrði. Og við þurfum ekki að hugsa
okkur lengi um til þess að sannfærast
um, að þrátt fyrir allar þær þjóðfélags-
legu framfarir, sem orðið hafa á ís-
landi á síðari árum, erum við enn þá
óralangt frá markinu í þessum efnum.
Mörgum, sem unna íslandi, ís-
lenzkri þjóð og menningu hennar,
mun verða tíðhugsað um það, hver
muni verða framtíð íslendinga og hver
sé í rauninni tilgangurinn með lífi
þessarar litlu þjóðar norður á hjara
veraldar. Slíkar hugleiðingar verða að
sjálfsögðu ekki annað en vangaveltur
einar. Sigurður Nordal skrifar mjög
skemmtilega og viturlega um þessi mál
í íslenzkri Menningu. Hann kallar ís-
lenzkt þjóðfélag „tilraun“. Mér hefur
stundum orðið hugsað sem svo, að sak-
ir tiltölulegs fámennis íslendinga og
allmikillar einangrunar, væru hér hin
ákjósanlegustu skilyrði til mannrækt-
ar. Og séu loftkastalarnir hafðir hærri,
má ímynda sér, að í þeim efnum, —
víst í þeim efnum einum, — gætu ís-
lendingar gefið öðrnm stærri, voldugri
og auðugri þjóðum gott fordæmi. Fall-
ist maður á að líta á ísland, sem e. k.
tilraunastöð í mannrækt fþað munu
víst reyndar fáir gera) leggjum við
okkur þunga ábyrgð á herðar í upp-
eldislegum efnum.
Það dettur víst engum í hug að
halda því fram í fullri alvöru, að sálar-
fræði og uppeldisfræði séu þess um-
komnar að breyta uppeldisháttum
heillar þjóðar í það horf sem æskilegt
væri. Hvort tveggja er, að þær fræði-
greinar eru það ungar, að þær skortir
þann myndugleika og virðuleika, sem
til þarf, svo að verulegt mark sé á þeim
tekið. I öðru lagi fara uppeldismálin
ekki fyrst og fremst eftir því magni af
þekkingu, sem fræðimenn búa yfir um
mannssálina og þroska hennar. Þau
fara miklu fremur eftir þeirri mann-
gildishugsjón, mannúð og virðingu
fyrir einstaklingnum, sem gætir á
hverjum tíma. Tíðarandinn er hið
volduga afl, sem engin vísindi fá bug-
að. Miklu fremur er, að tíðarandinn
taki vísindin í þjónustu sína og marki
þeim viðfangsefni.
Menningarsagan sýnir glögglega,
hvernig þau sjónarmið, sem brutu í
bága við tíðarandann, voru þöguð í
hel og grafin í gleymsku. I hvert skipti,
sem tíðarandinn breytist, rifjast upp
fyrir mönnum gömul sannindi, sem
fallin voru í fyrnsku. Saga uppgötvan-
anna er því að miklu leyti saga endur-
funda.
Allt frá því að Vesturlönd losnuðu
úr trúarmyrkri miðaldanna, hefur
keppikefli þeirra verið aukin þekking.
Slagorð vestrænnar menningar hefur
um langan aldur verið: þekking. Þekk-
ingarþránni hefur verið lýst sem göf-
ugustu þrá mannssálarinnar og engin
fórn hefur verið talin of stór á altari
hennar. Og aðall vísindalegrar þekk-
ingar hefur verið sem mest hlutlægni,
objektivitet. Gengi og virðing vísinda-
greina hefur verið metið eftir því,
hversu hlutlægum og nákvæmum
rannsóknaraðferðum þær hafa haft á
að skipa. Vissulega hefur þetta verið
frjósamur jarðvegur fyrir hin svoköll-
uðu raunvísindi. Enda hefur árangur-
inn ekki látið að sér hæða. Nú á miðri