Heimili og skóli - 01.02.1962, Page 13
HEIMILI OG SKÓLI
5
20. öld sjá menn blasa við möguleika,
sem aldrei hafa þekkzt áður. Ómælis-
víddir geimsins opnast sjónum manna
og veröldin öll bíður þess að þjóna
hugviti mannsins.
En hvað gerist þá? Loks vaknar
maðurinn af dvala sínum. Vísinda-
maðurinn lítur upp frá smásjánni og
spyr: Hvert erum við annars að fara?
Menn hrökkva upp við vondan draum
og sjá sér til skelfingar, að þeir kunna
ekki að njóta þess, sem þeir hafa aflað.
Hvar hefur nú hinum mikla völundi
raunsæisins, — homo sapiens —, skjátl-
azt? Jú, honum hefur gleymzt, að sú
lífsvizka, sá manndómsþorsti og þau
skapgerðarheilindi, sem þarf til þess
að maðurinn geti lifað sjálfum sér og
öðrum til farsældar, verða ekki metin
á kvarða raunvísinda. Ógæfa nútíma-
mannsins er að vísu ekki sú, að hann
skuli hafa leitazt við að skilja og skýra
umheiminn með nákvæmum raunvís-
indalegum rannsóknum. Ógæfa hans
er, að hann skuli hafa reynt að skilja
og skýra allt með sömu aðferðum. Það
er staðreynd að á þessari öld hefur hin-
um mannlegu fræðigreinum (human-
istisku) hrakað að sama skapi og raun-
vísindum hefur farið fram. Þetta er
e. t. v. ekki svo ljóst á yfirborðinu,
því að vissulega hafa hugvísindin auk-
izt að fyrirferð á seinni árum. Þau hafa
reynt að apa eftir rannsóknaraðferðir
raunvísindanna, en um leið týnt sjálf-
um sér og því siðræna og menningar-
lega gildi, sem þeim var ætlað að hafa
fyrir mannkynið. Siðfræðin glataði sið-
rænu gildi sínu, guðfræðin glataði
guðstrúnni, málfræðin missti sjónar af
fegurð tungunnar, — og sálarfræðin
tapaði sálinni.
Og nú er maðurinn að vakna og er
óþyrmilega minntur á orð Biblíunnar:
„Hvað stoðar það manninn, þótt hann
eignist allan heiminn, ef hann bíður
tjón á sálu sinni?“
Vissulega standa Vesturlönd and-
spænis menningarlegri kreppu, en sem
betur fer herðir hún svo fast að, að
maðurinn neyðist til að leita á vit sjálfs
síns. Ég segi, sem betur fer, því að það
er sannfæring mín, að þroski manns-
ins fari eftir því, hversu ótrauður hann
er að horfast í augu við sjálfan sig.
Slík sjálfsrýni mun alltaf vera afleið-
ing andlegrar vanlíðunar. Vanlíðan,
sem lýsir sér í kvíða og öryggisleysi, er
einmitt það einkenni, sem hæst ber í
listum og bókmenntum nútímans. Og
það er hún, sem fæðir af sér þá inn-
hverfu vestrænnar menningar, sem get-
ur orðið frjóangi nýs menningarskeiðs,
ef maðurinn guggnar ekki undir böl-
mæði sinni, heldur brýtur sér leið í
gegnum hana í átt til æðri verðmæta.
Allt frá upphafi vísindalegrar sálar-
fræði, — um miðja síðustu öld, — hafa
sálfræðingar verið önnum kafnir við
að mæla allt, sem mælt varð í sálarlífi
mannsins: greind, áhugasvið, verk-
hæfni, — og jafnvel skapgerð og per-
sónuleika. Engin rannsókn þótti skó-
bótarvirði nema hægt væri að fella
hana inn í formúlur og kvóta. Og í
sama anda reyndu menn að finna
grundvöll vísindalegs barnauppeldis.
Um skeið leit út fyrir, að sálfræðingar
ætluðu að gera hin svokölluðu „skil-
orðsbundnu taugaviðbrögð (con-
ditioned reflexes) að lausnarorði sínu.
Samkvæmt því var litið á smábarnið
eins og deigt vax, sem móta mætti eft-
ir vild. Uppalandanmn bar að setja