Heimili og skóli - 01.02.1962, Blaðsíða 15

Heimili og skóli - 01.02.1962, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI 7 SNORRI SIGFÚSSON, fyrrverandi námsstjóri: / Avarp á armæli A sl. hausti var Kennarafélag Eyja- fjarðar þrjátíu ára. Ekki fór rnikið fyr- ir því afmæli og þó var það merkilegt. Félagið var á sinni tíð stofnað til þess að auðga kennara í bæ og byggð við Eyjafjörð að þekkingu og áhuga og gera þá starfhæfari og betri kennara. Það gekkst fyrir fræðslufundum og námskeiðum og hefur alla tíð verið afl- vaki í skólamálum við Eyjafjörð og látið þar margt til sín taka. Og vissu- lega hafa áhrif þess náð yfir á víðara svið. Það má því með sanni segja, að stofnun K. E. hafi markað þar tíma- mót í skóla- og uppeldismálum. Mega kunnugir vel greina þau spor. Og eitt þeirra er stofnun þessa rits á 10 ára afmæli félagsins. Komst ég þá m. a. svo að orði í ávarpi, er ritið hóf göngu sína: „. . . . Margoft hefur á fundum þess (þ. e. K. E.) verið rædd nauðsyn á út- gáfu blaðs eða tímarits um uppeldis- mál og samvinnu heimila og skóla um þau efni. Þótti jafnan mikils um vert, að áliti félagsins, að kennarar reyndu að stofna til einhverra slíkra fram- kvæmda og var stjórninni að lokum falið að hefjast handa, ef hún sæi sér þess nokkurn kost. . . Þá er í þessu ávarpi bent á, að þótt segja mætti, að allsherjar samtök kenn- ara væri e. t. v. réttasti aðilinn að þessu framtaki, þá sé hvort tveggja, að ekki sé rétt og sanngjarnt að heimta allt af þeim og vel geti á því farið, að fjöl- mennustu samtökin utan Reykjavíkur hefjist handa um þessa útgáfu, og svo hitt, að oft hafi verið þörf en nú sé nauðsyn á því að reyna að glæða og dýpka skilning manna á vandamál- um uppeldisins, að efla þjóðræktar- og þegnskaparhugsun og auka og treysta samstarf heimila og skóla, til þess að ala upp góða menn og batnandi. Því að hætturnar í samtíð vorri kalla alla góða íslendinga til starfa á þessum vettvangi.. . . “ Og er þá sjálfsagt haft í huga, að í landinu sat erlendur lier. En þessar „hættur“ eru enn fyrir hendi, margar og margvíslegar, og má því með sanni segja, að. hin uppeldis- legu vandamál séu sízt auðveldari við- fangs en þá. Og þess vegna sízt minni

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.