Heimili og skóli - 01.02.1962, Qupperneq 16

Heimili og skóli - 01.02.1962, Qupperneq 16
8 HEIMILI OG SKÓLI þörf á því nú en þá, að því marki yrði náð, að ritið kæmist inn á sem allra flest heimili í landinu. „. . . . Ritið hefur göngu sína við fátækleg fararefni. . . . “ stendur þar, — „og það á allan sinn vöxt og við- gang undir því, hvernig þeir taka því, sem það er einkum ætlað, heimilin og skólamir. ..." Við væntum hins bezta af þessu myndarlega framtaki. Við töldum mjög líklegt, að kennararnir fögnuðu slíku málgagni, sem vera átti í senn vinur þeirra og samherji í baráttunni fyrir auknum skilningi á ýmsum vanda, sem þeir höfðu tekið að sér að glíma við, og sem líklegt var til að greiða fyrir skilningi og góðhug í sam- starfi þeirra við heimilin. Og við töld- um einnig líklegt, að heimilin tækju ritinu vel og vildu sem flest kaupa það og lesa, og að því myndu kennararnir styðja. Nú hefur ritið lifað í 20 ár og er því ekki neitt reifabarn lengur. Og reynslan liefur orðið sú, að mörg heimili og margir kennarar hafa sýnt því skilning og hollustu, keypt það og lesið. En ekki nógu margir. Og þess vegna er ekki að neita því, að ritinu hafa orðið það nokkur vonbrigði. Og að mínu áliti og margra annarra dóm- bærra manna hefur það ekki átt slík vonbrigði skilið. Sami ritstjórinn hef- ur annazt búning þess og gætt það fífi allan þennan tíma. Og það er viður- kennt af þeim, sem til þekkja, að yfir öllum búnaði þess og efni hafi verið mikill heilindaþokki og góður andi. Það hefur í öllu upplausnardaðrinu, afmati á efnislegri framvindu og vel- sæld haldið fullum sönsum. Það hefur staðið sterkt og fast á þaulvígðum grunni kristilegrar trúar og siðgæðis og varað uppalandann við að rétta börnunum steina fyrir brauð og bent á hvað af því myndi leiða. Það hefur jafnan bent á hættur á alfaraleiðum, sem of margir vilja komast hjá að veita athygli, en verða þó fjölda manns að falli. Og það hefur flutt uppalend- um í heimilum og skólum mikinn fróðleik og lífshollan, verið þarfur vin- ur þeirra og ráðgjafi. „.... Mun hver og einn, sem flett- ir blöðum þess í dag, verða þess áskynja, að jafnframt því, sem þar er skyggnzt til starfs og stefna annars staðar og margt gott og nytsamt þaðan flutt, þá er allur grunntónn þess fyrst og fremst þjóðlegur og kristilegur. — Og það hefur verið góður og hógvær boðberi milli heimila og skóla og kennurunum hollur vinur. . . . “ Þann- ig komst ég eitt sinn að orði, og hygg að þessi dómur sé réttur. Ritið hefði því þurft að komast í hendur miklu fleiri uppalenda í heim- ilum og skólum en því hefur tekizt enn þá á okkar tómlátu öld. Og nú þyrfti á þessum tímamótum að gera mikið átak til þess. Einkum ættu kenn- arar að hafa áhuga á útbreiðslu þess. Því að það má ljóst vera, að rit um uppeldismál, sem heimilin keyptu og læsu, yrði þeim mikill stuðningur í starfi. Og það rit þarf að vera til hér sem annars staðar, því að tímarit kenn- arastéttarinnar, Menntamál, er fyrst og fremst ritað fyrir hana, og mun varla eiga greiða leið inn í heimilin, almennt, sem reynslan hefur líka sýnt. Þess vegna þarf nú að freista þess af alhug að útbreiða þetta þarfa og lífs-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.