Heimili og skóli - 01.02.1962, Side 17
HEIMILI OG SKÓLI
9
holla málgagn, sem K. E. liefur haldið
úti um tvo áratugi af áhuga og ósér-
plægni. Og þá fyrst og fremst vegna
áhuga og atorku ritstjórans, sem var
mesti hvatamaður að stofnun þess og
fórnað hefur því miklurn tíma öll þessi
ár. Honum á það mest að þakka, og
hef ég margsinnis vottað það. Og nú
við þessi tímamót, úr því ég held enn
á penna, skal honuin og öðrum, sem
unnið lrafa hér óeigingjörn störf, þakk-
að af heilum hug af manni, sem átt
hefur þá ósk heitasta, og á enn, að andi
og máttur kristilegrar trúar og sið-
gæðis mætti verma hvert íslenzkt
hjarta, sem slær í landi voru, svo að
sjúkt þjóðlíf mætti heilbrigt verða.
Því að guð lætur ekki að sér hæða. Og
sé hann ekki sá, sem „húsið byggir,
mun allt erfiði smíðanna til ónýtis“.
Þetta er jafn satt í dag og það var fyrir
þúsundum ára.
Það má vera öllum þeim gleðiefni,
sem stutt hafa ritið með ráðum og dáð,
að það hefur unnið sér traust og vel-
vild þeirra, sem hafa kynnzt því og
óefað orðið að gagni, þótt hvorki verði
mælt né vegið, fremur en annað á
þessum vettvangi.
Og gott er til þess að hugsa, sem er
trúa mín, að þá er síðar meir kann að
verða rennt augum til þessara áratuga
og metin ráð og rök sundurleitra skoð-
ana og kenninga, þá nnxni á blöðum
þessa rits verða sýnt og sannað, að til
voru þeir sáðmenn, sem vísuðu réttar
leiðir.
Og um leið og ég lýk máli mínu,
vil ég leyfa mér að beina þeirri áskor-
un til kennara og heimila, allra sem
vinna vilja íslenzku uppeldi gagn, að
taka höndum saman um að útbreiða
ritið, — koma því í hendur sem allra
flestra. Með því myndu þeir vinna gott
verk.
Með hjaranlegustu kveðju og heilla-
ósk.
Snorri Sigfússon.
Frá barnaskólanum á
Kleppjárnsreykjum
Himr 13. nóvember 1961 hófst
kennsla í nýjum heimavistarbarna-
skóla að Kleppjárnsreykjum. Allir 5
hreppar Borgarfjarðarsýslu, norðan
Skarðsheiðar, hafa sameinazt um bygg-
ingu og rekstur þessa skóla, en hrepp-
arnir eru þessir: Hálsasveit, Reykholts-
dalshr., Lundarreykjadalur, Skorra-
dalur og Andakílshr. (Bæjarsveit).
Skólinn er eigi fullbyggður, þótt
þeim áfanga sé náð, að hægt var að
hefja þar kennslu. Þær byggingar, sem
búið er að reisa eru: 2 skólastofur með
hliðarherbergjum, handavinnustofa,
kennarastofa, setustofa, heimavistar-
herbergi fyrir 40 nemendur og skóla-
stjóraíbúð. Mötuneyti og starfsfólk
annað, er í húsi, sem var hér fyrir á
staðnum, en var í upphafi reist sem
læknisbústaður, en síðar haft þar fá-
vitahæli.
Nemendur eru 73 í 4 deildum. Fyr-
irsjáanleg fjölgun er strax á næsta ári.
Kennarar eru 2 auk skólastjóra, Hjart-
ar Þórarinssonar.
Vegna ýmiss konar hækkana, verð-
ur áskiiftargjald Heimilis og skóla 40
krónur næsta ár.