Heimili og skóli - 01.02.1962, Page 20

Heimili og skóli - 01.02.1962, Page 20
12 HEIMILI OG SKÓLI sinnt nppeldisstarfinu nema að litlu leyti. Til þess þyrftu þeir að hafa meira af áhugaefnum barna og ungl- inga í starfi sínu en raun er á. Frjálst starf við vinnubækur, bekkjarblöð o. fl. er nær því að vera uppeldisstarf en lexíulestur. Handavinna í barnaskól- um er vinsæl námsgrein og þar er áhugi barnanna vakandi. Þau eru mjög sár yfir að missa þær kennslu- stundir. Auðvitað þurfa barnaskólarnir að sinna undirstöðuatriðum allrar skóla- menntunar, lestri, móðurmáli, skrift og reikningi. Það þurfa allir að læra, hvort sem áhugi er fyrir hendi eða ekki. En ég hygg, að afnema mætti próf í lesgreinum og hafa þar frjálsari vinnubrögð eftir hneigð og áhuga nem- endanna, og er námið þá farið að nálg- ast það að vera meira uppeldisstarf. Mætti þá leggja fram vinnubrögð nem- enda að vorinu eins og teikningar og handavinnu, án þess að mæla minnis- getu þeirra í tölum. En sennilega yrði erfiðast að breyta þessu vegna foreldr- anna, sem alltaf vilja sjá einhverjar einkunnir hjá börnum sínum, enda vanir því frá því að þeir voru sjálfir í skóla. Þá fer einnig í vöxt frjálst tóm- stundastarf á eftir skólatíma eða á kvöldin í skólum á Norðurlöndum. Það á sennilega eftir að koma hingað í skólana. Geta nemendur þá valið sér verkefni eftir hugðarefnum sínum, en þurfa ekki að vinna samkvæmt fyrir- skipunum skólans. Erfiðleikarnir við þetta tómstunda- starf er það, að það hlýtur alltaf að kosta nokkuð, bæði kennsla og efni. Hér þurfa ríki og bæjarfélög að hlaupa undir bagga. En á Norðurlöndum eru víða foreldrafélög, sem greiða fyrir svona frjálsu starfi við skólana. Þar eru forstöðumenn þessara félaga í náinni samvinnu við kennarana. Þetta tómstundastarf getur verið margs konar. Eitt af skemmtilegum viðfangsefnum þess eru lúðrasveitir barna og önnur hljómlistarstarfsemi. Skilningur á þessu er að vakna hér á landi eins og kunnugt er. Sennilega vex hann á næstu árum og tómstundir barna og unglinga verða gerðar þeim ánægjulegar með því að stuðla að því, að þau geti unnið að því, sem áhuginn beinist að. , II- Á Akureyri hefur undanfarin 8 ár starfað Æskulýðsheimili templara í fé- lagsheimilinu Varðborg. Það heimili var brautryðjandi með námskeið í tómstundastarfi hér á landi. Nú er sú starfsemi víða um land fyrir ungt fólk, einkum hefur Æskulýðsráð Reykjavík- ur og Ungtemplararáð unnið gott verk á þessu sviði. Allt eru þetta merk upp- eldisatriði, að unglingar fái að vinna eftir eigin ósk að áhugamálum sínum. Æskulýðsheimilið í Varðborg hefur unnið sitt starf á hljóðlátan hátt, enda ekki haft neinn til að segja frá störf- um sínum í útvarpi þjóðarinnar eins og Reykvíkingar. Bæjarbúar hafa ver- ið heldur tómlátir um þessa starfsemi, og bæjarstjórn hefur aldrei þakkað hana á nokkurn hátt. Þarna eru þó bæði lesstofa með bókasafni og leik- stofur með ýmsum leiktækjum fyrir börn og unglinga opnar tvo daga í viku. Þá hafa margs konar námskeið farið fram í lieimilinu. Þó hefur of

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.