Heimili og skóli - 01.02.1962, Blaðsíða 21
HEIMILI OG SKÓLI
13
lítið húsnæði valdið nokkrum erí'ið-
leikum í starfinu, og það því ekki orð-
ið eins fjölbreytt og æskilegt væri.
Eigi að síður hafa þessi félagssam-
tök í bænum innt af höndum merki-
legt menningarstarf.
Svo að nefnd séu einhver af þessum
námskeiðum frá undanförnum árum,
má nefna námskeið í bast- og tága-
vinnu, ljósmyndagerð, teikningu og
meðferð lita, flugmódelsmíði, út-
skurði, beina- og hornavinna og ýmiss
konar föndur.
Þetta hefur reynzt fært, af því að
Góðtemplarareglan réðst í það að
kaupa stórhýsið Varðborg og tekjur af
kvikmyndasýningum í Borgarbíó stað-
ið undir kostnaði við þessa starfsemi.
Hliðstæð félagsstarfsemi í öðrum
bæjum mun óvíða til, nema þá með
fjárstyrk frá'bæjum og ríki. En styrk
frá opinberum aðilum hefur Æsku-
lýðsheimilið ekki fengið, nema frá
áfengisvarnaráði.
Öll svona starfsemi er uppeldisstarf,
sem miðar að því að börn og unglingar
verji tómstundum sínum á heilbrigðan
hátt. Og fátt er meira aðkallandi í upp-
eldismálum okkar en það, að benda
unglingunum á hollar brautir.
III.
í hringiðu hinnar nýju efnishyggju
eftirstríðsáranna, þar senr allt kapp er
á það lagt að búa við sem mest þægindi
og glæsibrag hið ytra, hafa uppeldis-
málin orðið út undan. Uppeldi barn-
anna hefur liðið við friðleysi heimil-
anna, fjarveru foreldranna og allan
þennan bægslagang við að afla pen-
inga. Það hefur gleymzt að hlúa að
barnssálinni og stundum hafa foreldr-
Æskuljðsheimili templara.