Heimili og skóli - 01.02.1962, Side 26
18
HEIMILI OG SKÓLI
e. t. v. er bezt, að foreldrar ræði þetta
einungis sín í milli ellegar í samvinnu
við skólana, t. d. í foreldrafélögum,
sem starfa í sambandi við skóla.
Að safna fyrir einhverju.
Það er vafalaust betra, að barnið
verði að safna fyrir hlut, sem á að
kaupa, heldur en að það fái alla upp-
hæðina í einu, jafnvel þótt aðeins sé
um hinn ódýrasta lilut að ræða. Það
vinnur að vissu leyti fyrir honum með
því að safna og stilla sig um að eyða
þeim aurum til annars. Það bæði lærir
á þessu og nýtur hlutarins betur en
ella. En takmarkið má ekki vera of
fjarlægt, þá missir barnið þolinmæð-
ina. Og þessa viðleitni getur óviðkom-
andi auðveldlega eyðilagt í hugsunar-
leysi, með því að gefa barninu peninga
— meiri en sem nemur öllu verði hlut-
arins.
Aðrar reglur.
Aldrei ætti barn að fá að nota pen-
inga sem leikfang. Þeir ættu ekki held-
ur að bggja á glámbekk, ekki einu
sinni smápeningar. Þetta getur gert
börnin hirðulaus um peninga og vald-
ið óheppilegu virðingarleysi fyrir
þeim, auk þeirrar freistingar, sem fyrir
þau er lögð.
Önnur mikilvæg regla er að koma
barninu eins fljótt og unnt er í skiln-
ing um það, að venjuleg peningaráð
duga ekki til allra hluta: Það verður
að velja, neita sér um einn hlut, til
þess að geta aflað sér annars, sem það
metur meira.
Sjálfsagt er að vekja athygli bams-
ins snemma á því, að sumir hlutir, t. d.
sætindi, veita skammvinna ánægju í
samanburði við aðra. En ekki dugir
samt að banna barninu að kaupa
einskis verða hluti eða vera með sífellt
nöldur út af slíku. Bamið verður sjálft
að reka sig á þetta, þótt leiðbeiningar
séu eigi að síður sjálfsagðar. Sá kostn-
aður, sem af þessu leiðir, er einn liinna
óhjákvæmilegu útgjaldaliða vegna
uppeldis barnsins.
Aðeins til ábendingar.
Það yrði of langt mál að fara nánar
út í þetta efni að sinni. Á þessi atriði
er einkum bent til skýringar, eins og
áður var tekið fram, sem dæmi um
það, að það er hœgt að setja frarn ýms-
ar meginreglur, þrátt fyrir allt, sem
orkar tvímælis.
Miklu torveldara er þó að gefa al-
mennar leðbeiningar um það t. d., í
hvaða formi börnin ættu að eignast fé
til frjálsrar ráðstöfunar: Sem vinnu-
laun ("fyrir einhvern fastákveðinn
starfa), sem verðlaun fyrir góða hegð-
un eða frammistöðu (t. d. í námi), sem
gjöf á ákveðnum fresti (viku, mán-
uði) eða á enn annan hátt, svo og hvort
því skuli fylgja skilyrði, t. d. að þau
geri grein fyrir notkun þess. Telja
sumir slíka greinargerð mjög óheppi-
lega — en annað mál er það, hvort
barnið hefur bókhald fyrir sjálft sig,
sem enginn annar hnýsist í, það getur
vafalaust orðið því góð lexía.
Vasaþeningar.
Hinu er óhætt að slá föstu, að barn-
ið þarf á unga aldri að fá sína eigin
peninga, sem það verður að læra að
láta sér duga, eftir því sem við á. Verji
það þeim illa og komist í þrot, verður
það að láta sér þessa reynslu að kenn-