Heimili og skóli - 01.02.1962, Side 29

Heimili og skóli - 01.02.1962, Side 29
HEIMILI OG SKÓLI 21 á meðan þau eru í kennslustofunni, og jafnvel þótt hann vissi um það, er ekki hægt um vik að bæta úr. Stundum get- ur það þó komið fyrir að laginn kenn- ari getur leitt tvo félagalausa ein- staklinga saman. En ástæðurnar fyrir þessum erfiðleikum geta verið marg- ar. Barnið er kannski feimið og hlé- drægt, kannski þannig skapi farið, að það leitar ekki eftir vináttu neins, kannski seinþroska. Kannski liggja líka einhverjar aðrar ástæður hér til grund- vallar. Barnssálin er torráðin. Foreldrar þessara einmana barna geta líka sitthvað lagt fram t. d. að bjóða einhverju barni heim til sín í þeirri von að kunningsskapur takist. annars geta foreldrar slíkra barna ekki ýkja mikið gert í þessu félagavali, því að þar hafa börnin sjálf sinn smekk og sinn vilja. En ég kem aftur að skólastofunni. Kennarar geta auðveldlega kynnt sér þetta í skólastofunni, á einfaldan hátt í grundvallaratriðum. Hann getur t. d. lagt fyrir börnin þessar spumingar, aðra hvora eða báðar: Með hvaða barni í bekknum vilt þú helzt vera? Og: Með hvaða barni í bekknum vilt þú sízt vera? Svörin yrðu auðvitað að vera nafnlaus. Með þessu rnóti ætti að koma í ljós á sæmilega skýran hátt, hvaða börn væru vinsælust í bekknum og hvaða börn vinasnauðust. Þetta yrði auðvitað að vera algjört leyndar- mál kennarans. Kannski gæti hann svo eitthvað hjálpað hinum vinalausu á eftir? Þótt börnin í bekknum hafi sínar skoðanir á því, hverjum þau vilja helzt vera með, er ekki þar með sagt að þau hafi horn í síðu neins barns í bekkn- um. Það kemur þó fyrir, þótt sjaldgæft sé, en þegar slíkt gerist að börnin am- ist við einhverju barni í bekknum, líti niður á það, stríði því, eða láti það finna það greinilega, að þeim sé ekk- ert um það gefið, er það vitanlega hálfu verra en þegjandi afskiptaleysi. Fyrir slík börn getur skólaveran orðið kvalræði. Fyrir nokkrum árum kom drengur úr sveit í Barnaskóla Akureyrar. Hann var látinn í 12 ára bekk, eins og liann hafði aldur til. En með því að ekki var vitað hvernig liann væri á vegi stadd- ur í náminu, var hann settur í miðl- ungsbekk að gáfum, eða tæplega það. Þessi drengur var ljúfur óg elskuieg- ur í framkomu, nokkuð feiminn og hlé- drasgur eins og sveitabörn eru oftast, þegar þau koma í margmennið og kunni ekki að „bíta frá sér“. Það fór fljótt að bera á því, að aðrir drengir í bekknum höfðu hom í síðu þessa að- komudrengs, sem kom inn í bekkinn þeirra eins og skollinn úr sauðarleggn- um. Þeim fannst hann hvergi eiga heima þar. Þetta voru þó ekki slæmir drengir. Þeir fóru því fljótt að amast við honum á ýmsa lund, ekki aðeins að loka hann úti frá öllum félagsskap þeirra, heldur gera honum ýmsar glettur og hlæja að á eftir. Drengurinn tók þessu öllu með stillingu, og það var kannski það, sem þeim líkaði verst. Þeir gátu ekki einu sinni fengið hann til að reiðast. Drengurinn mun hafa sagt móður sinni eitthvað frá þessu, án þess þó að bera drengjunum illa sög- una. Kennarinn mun einnig hafa vit- að um þetta, en fékk ekki að gert í bili. Nú var tvennt til um aðgerðir móð-

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.