Heimili og skóli - 01.02.1962, Blaðsíða 30

Heimili og skóli - 01.02.1962, Blaðsíða 30
99 HEIMILI OG SKÓLI urinnar: Hún gat hringt til skólastjóra og kært drengina, eða beðið hann að reyna að kippa þessu í lag. En hún gat líka tekið málið í sínar hendur. Kærur gátu borið vafasaman árangur. Þetta var, skynsöm móðir, hún valdi því góðan kost. Hún bauð þessum bekkjarbræðrum sonarins í heimsókn. Þeir voru ekki mjög margir, því að deildin var fámenn. Hún bauð þeim upp á súkkulaði og kökur. Ekki man ég hvort það var í sambandi við af- mæli sonarins, eða bara upp úr þurru, en veizluna hélt hún. Einhverjir drengjanna þáðu ekki boðið, en hinir voru þó fleiri, sem brutu odd af of- læti sínu og komu. Þessi tilraun móð- urinnar heppnaðist prýðilega. Sveita- drengurinn af Ströndum var nú tek- inn sem fullgildur meðlimur í samfé- lag bekkjarins og tók nú að una hag sínum vel. Það þarf stundum að fara krókaleiðir til að komast að hjarta skóladrengjanna og sú leið getur jafn- vel stundum legið í gegnum magann. Ég held að íslenzkir foreldrar séu yfirleitt bæði víðsýnir og frjálslyndir í viðhorfi sínu til félaga barna sinna og opni dyr sínar fyrir þeim. Þessum fé- lagsskap verður þó að halda innan skynsamlegra takmarka svo að ekki verði honum haldið uppi á kostnað námsins. Það er óskaplega mikilvægt, að börnin eignist góða félaga á barna- skólaárunum og raunar miklu lengur. Jafnvel þótt þessi vinátta nái af ýms- um ástæðum ekki langt út yfir barna- skólaárin, er hún samt dýrmæt fyrir börnin. Hún frjóvgar líf þeirra og ger- ir þau hamingjusöm. Það verður öllu erfiðara um aðgerðir, þegar unglings- árin taka við, og þó er börnunum kannski aldrei nauðsynlegra að eiga góða félaga en þá. Ef þau eignast ekki góða félaga, er eins víst að þau velji sér slæma félaga, því að félagalaus get- ur enginn unglingur verið. Það er talsvert algengt að börn og jafnvel unglingar velji sér félaga, sem eru mkilu yngri en þeir sjálfir. Þetta kemur einkum af tvennu. Annað hvort er slíkt bam seinþroska, eða það er ráðríkt og hefur gaman af að drottna, og er þá heppilegt að velja einhvern sem lætur að stjórn. Ég endurtek það, að það er óskap- lega mikilvægt fyrir öll börn að eiga einhvern félaga, og þó að hlutur ein- birnisins sé yfirleitt mjög góður, ef meðlætið verður bara ekki of mikið, fara þau samt á mis við þau frjóvgandi samskipti, sem jafnan eru á milli systkina, en hinum öðrum félaga- og vinalausu börnum er nauðsynlegt að hjálpa, ef þess er kostur — og þar er enn eitt verkefni, sem heimili og skól- ar eiga að leysa með náinni samvinnu. H. J. M. í Ameríku er það að verða mjög algengt, að piltar og stúlkur hafa valið sér maka þeg- ar um 13—14 ára aldurinn, og svo kemur giftingin um 17 ára aldurinn. Fyrir skömmu átti sér stað eftirfarandi samtal milli tveggja 18 ára eiginmanna: „Veiztu það?“ sagði annar. „Konan mín á von á sér bráðlega?" „Nei, til hamingju!" sagði hinn. „Þetta er stórkostlegt. Ég get líka sagt þér þær fréttir, að við megum einnig fara að líta í kringuni okkur eftir fæðingarlækni. Hvernig náðir þú í þinn?“ „Barnalæknirinn minn benti mér á hann,“ svaraði hinn.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.