Heimili og skóli - 01.02.1962, Page 37

Heimili og skóli - 01.02.1962, Page 37
HEIMILI OG SKÓLI 29 Fimmtugur: GUÐVIN GUNNLAUGSSON kennari Gviðvin Gunnlaugsson kennari við Barnaskóla Akureyrir varð fimmtugur 24. janúar sl. Hann er fæddur að Há- leggsstöðum, Hofshreppi í Skagafirði 24. janúar árið 1912. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Jón Jóhannsson og Jónína Sigurðardóttir frá Skröflustöð- um í Svarfaðardal. Guðvin var óreglulegur nemandi í Menntaskólanum á Akureyri veturinn 1936—37. Kennaraprófi lauk hann vor- ið 1940 og hóf þegar kennslu um haustið í Rípurhreppi í Skagafirði. Hann var skólastjóri barnaskólans á Svalbarðsströnd í Suður-Þingeyjarsýslu 1944—1956, en þá gerðist hann kenn- ari við Barnaskóla Akureyrar og hefur verið það síðan. Á Svalbarðsströnd var hann bókavörður og formaður lestrar- félagsins um langt skeið. Hann er nú afgreiðslumaður Heimilis og skóla. Guðvin er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þóra Guðný Jóhannesdóttir frá Finnmörk í Miðfirði. Lézt hún fyr- ir nokkrum árum. Börn þeirra hjóna eru: Auður, gift Herði Jörundssyni málara, og Baldur og Sæmundur, báð- ir við nám. Seinni kona Guðvins er Irene Gook, kaupkona, brezkur ræðis- maður á Akureyri. Guðvin Gunnlaugsson er hið mesta prúðmenni og Ijúfur í framkomu. „Sælir eru hógværir,“ mætti segja um Guðvin Gunnlaugsson, svo fjarri er það honum að tylla sér á tá og sýnast meiri en hann er. Hann þarf þess heldur ekki. Þeir sem þekkja Guðvin kunna vel að meta hans mörgu og góðu kosti og ekki sízt þeir, sem kynn- ast honum mest og bezt og vinna með honum. Hann er mjög farsæll kennari, samvizkusamur og frábærlega skyldu- rækinn. Hann er hversdagslega glaður

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.