Heimili og skóli - 01.02.1964, Síða 9

Heimili og skóli - 01.02.1964, Síða 9
freistingu og horfið frá heimilum sínum að meira eða minna leyti og sogast út í atvinnulífið. Það er eins víst og tveir og tveir eru fjórir, að þetta kemur niður á umhirðu og uppeldi barnanna. Oft er þessarra peninga, sem móðirin vinnur sér inn, brýn þörf, en ekki alltaf, og upp- eldi barnanna er líka verðmæti. Já — nýja árið færir okkur mörg verkefni og mörg tækifæri. Það færir okkur tækifæri til að stunda uppeldi barna okkar af meiri á- byrgðartilfinningu og alúð en nokkru sinni áður. Það færir okkur tækifæri til að gera heimilið heilbrigðara og sterkara en áður. Það fœrir okkur mörg tækifæri til að firra börn okkar hinni geigvænlegu reykingahættu, bœði með því að foreldrarnir hœtti að reykja, og ef þeir gera það ekki, þá að fara varlega með þetta eitur og láta það ekki liggja fyrir börnunum hvar sem er. Já, nýja árið er ný von fyrir alla; einmitt fyrir þá, sem áttu við erfiðleika, raunir og sjúkdóma að stríða á liðnu ári. Quð gefi okkur öllum gott og gleðiríkt nýtt ár. H. J. M. HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.