Heimili og skóli - 01.02.1964, Side 11
að, hafa þau samt ekki slitnað eins og títt
er í geðveiki. Bömin skynja raunveruleik-
ann að mestu eins og heilbrigSir jafnaldr-
ar þeirra. En þau eru áhorfendur í staS
þess aS vera þátttakendur. Þau horfa á
umheiminn, persónur hans og atburSi og
finna oft sárt til þess aS geta ekki veriS
meS og sú ófullnægja og vanmetakennd,
sem viS þaS skapast, knýr hugarflugiS á-
fram í leit aS uppbót hiS innra fyrir þaS,
sem fariS er á mis viS hiS ytra.
Má nú spyrja, hvaS valdi því, aS hegS-
unarvandkvæSi eSa geSrænn vanþroski
þróist í þessa átt. Fjarri fer því, aS ég telji
mig geta gefiS fullnægjandi svar, en eitt-
hvaS á þessa leiS má þó hugsa sér atburSa-
rásina:
ViS minnumst þess, aS upphaf alls voru
óleyst vandamál barnsins. HegSunarvand-
kvæSin voru fólgin í uppreisn bamsins
gegn umhverfi sínu. Oft fer svo, aS þeg-
ar barniS eldist, finnur þaS, aS þessi enda-
lausa uppreisn er tilgangslaus, — umhverf-
iS er og verSur sterkara. ÞaS gefst upp.
Stundum hrapar þaS til baka í geSrænum
þroska, verSur háSara foreldrum sínum og
smábarnalegt eins og áSur er lýst. Má í
sumum tilvikum sjá eins konar millibilsá-
stand, þar sem víxlast á uppreisn og upp-
gjöf, — unz aS því kemur, aS barniS snýr
haki viS heiminum, lokast inni í skel sinni,
verSur innhverft, — lokast inni í hugsýk-
inni. En þar meS er þó ekki allt sagt, því
nS uppreisnarkenndin, hin sáru vonbrigSi
í sambandi viS tilfinningatengsl harnsins
eru samt ekki úr sögunni. Þau lýsa sér ein-
ungis í annarri mynd. Ef viS höfum aS-
stæSur til aS grannskoSa hugarflug þess-
arra barna, sjáum viS hvérsu þrungiS þaS
er af heift og reiSi, þörf eftir blíSu, ástúS
og nærgætni. Þar brjótast allar þessar inni-
hyrgSu kenndir fram. Stundum er þaS þó
ekki nægilegt, því aS hjá mörgum börnum
myndast auk þess sérstök og oft sérkenni-
leg sjúkdómseinkenni, sem venjulegast eru
á tvennan hátt táknræn (eins og reyndar
hugarflugiS líka): annars vegar tákn þeirr-
ar innibyrgSu kenndrar, sem útrásar leitar,
hins vegar tákn fyrir vörn samvizku og
siSgæSisvitundar gegn henni. Tökum sem
dæmi algengt þráhyggjueinkenni eins og aS
þurfa aS telja upp aS þremur, áSur en ein-
hver athöfn er framin. Mér kemur í hug
sjúklingur, sem þannig varS aS fara aS:
Honum gat dottiS í hug: „Ef ég tel ekki
upp aS þremur, áSur en ég opna þessar dyr,
loka þessarri bók, gegn þessi skref, o. s. frv.,
dettur bróSir minn dauSur niSur“. í þessu
tilfelli sést, að einkenniS að telja er notaS
sem vörn gegn óleyfilegri kennd, en þaS
er einnig notaS til aS kalla fram kenndina,
sem það á aS vera vörn gegn. Þannig gat
sjúklingurinn ekki stillt sig um aS telja í
tíma og ótíma og í hvert sinn kom hin ljóta
hugsun upp í hugann.
Einkenni af þessu tagi eru mýmörg, eins
og kækir, stam, nauðungarathafnir o. m.
fl. og ganga þau öll undir nafninu árátta
og þráhyggja og eru vegna innbyrðis skyld-
leika síns talin einn undirflokkur hugsýk-
innar.
Samskonar tvíþættar táknmyndir sjást í
öðrum undirflokkum hugsýkinnar, t. d.
sejasýkinni, sem oftast á sér aS einkennum
líkamlegar lamanir, uppköst, höfuðverk eða
aðra verki. Sé lömunin tekin sem dæmi, má
segja, aS hún sé fólgin í þvi, aS þar hefur
hin sálræna harátta náS valdi á ósjálfráSa
taugakerfinu. Handleggurinn, sem vill slá
eða faðma, lamast vegna þess að gagnstæS-
ur vilji, sem settur er til vamar þessarri at-
höfn, er jafn sterkur. í kvíðasýkinni kem-
ur og svipað í ljós. Sjúklingurinn er hrædd-
HEIMILI OG SKÓLI 5