Heimili og skóli - 01.02.1964, Side 12
ur, ósj álfstæöur og einmana (uppgjöf), en
með hræðslu sinni þröngvar hann sínum
nánustu til að þjóna sér, dekra við sig,
gangast undir harðstjórn sjúkdómsins
(hefnd, uppreisn).
Þetta er þá í mjög samandregnu máli
nokkur helztu atriðin, sem rétt er að festa
í minni varðandi hugsýkina. Og er bersýni-
legt, að hún er býsna fjölskrúðug. Hún
getur komið fram í hinum margvíslegustu
myndum, og eru nokkrar hinna algengustu
greindar sundur í undirflokka. En ekki er
þörf á að rekja það nánar hér, enda skipt-
ir sú aðgreining ekki ýkja miklu máli, bæði
vegna þess, að sjaldnast gætir einnar ákveð-
innar tegundar eingöngu hjá sama sjúkl-
ingi heldur blandast jafnaðarlega nokkur
form saman og eins vegna hins, að grund-
vallarbygging hugsýkinnar er mjög svipuð
í öllum tilvikum. Þar ræðir um þróun með
nokkurn veginn einhliða rás. Hugsýkin er
hámark þeirrar þróunar. Þá eru hinir sál-
rænu árekstrar orðnir að bagalegri mein-
semd, sem litlar líkur eru til að breytist
eða lagist hj álparlaust. Að vísu eru á þessu
undantekningar, einkum hvað unglinga
varðar. Þá kemur stöku sinnum fyrir, að
óþægileg hugsýkiseinkenni blossa upp um
stundarsakir, en hjaðna niður aftur af
sjálfsdáðun. En þetta breytir þó engu um
það, að þegar sýnt er að hverju stefnir hjá
börnum, er nauðsynlegt að bregða fljótt
við og veita viðeigandi lækningu. Og skal
nú vikið lítið eitt að þeirri hlið málsins.
Við fáa sjúkdóma hefur verið reynt að
beita jafnmörgum lækningaaðferðum og
við hugsýkina. En reynslan hefur sýnt, að
einungis ein aðferð kemur að verulegu
haldi: sállœkning (psychotherapi). í þeirri.
lækningu er allt kapp lagt á að kalla fram
hina innri veröld barnsins. Svo gott traust
þarf að skapast milli sjúklings og læknanda,
að barnið geti látið hugarflug sitt koma
greinilega fram í frásögnirm og leikjiun.
Oftast tekur nokkurn tíma að skapa þann-
ig lagað traust, en þegar það er fengið,
gengur lækningin venjulega snurðulítið.
Smám saman fær læknandinn dýpri innsýn
í vandamál bamsins og getur því miðlað
því betri skilningi á sjálfu sér og ástandi
sínu eftir því sem við á. Þegar þessu starfi
hefur miðað nokkuð áleiðis, fer hegðun
bamsins að breytast. Það losnar um hina
rígskorðuðu byggingu hugsýkinnar og hún
víkur fyrir geðrænu hrapi og uppreisnar-
gjarnri hegðun, — unz allt færist að lokum
í eðlilegt horf, sé vel á haldið og nægur
tími til umráða.
Sállækningar hugsýkissjúklinga eru víð*
ast hvar meginverkefni geðverndarstöðva.
Fæstir þeirra era svo illa haldnir, að þeir
þarfnist vistar á sjúkrahúsi. Bezt fer á, að
þeir dveljist áfram í heimahúsum við ó*
breyttar ytri aðstæður, en sæki lækninga*
stundir á stofnunina einu sinni eða tvisvar
í viku. Sállækning er alltaf mjög tímafrek,
en mjög er þó mismunandi hversu langan
tíma hún tekur, getur það verið frá nokkr-
um mánuðum upp í nokkur ár, allt eftir
því hvernig veikluninni er háttað og hvem-
ig aðstæður eru til lækningar.
Þess hefur verið getið um hegðunarvand-
kvæði og geðrænan vanþroska, að þau
beri að skoða framar öðru sem andsvar
barnsins við ytri erfiðleikum. Gildir þetta
•vitaskuld engu síður um hugsýkina, sem
hér hefur verið skilin sem áframhald og
sjúklegri útfærsla þessarra fyrmefndu trufl-
ana. Með þessu er í rauninni litið svo á,
að hugsýki sé ekki meðfæddur veikleikí
(sbr. Annell: Miljöskadesyndrom), endat
þótt enginn dragi í efa, að meðfæddur við-
6 HEIMILI OG SKÓLI