Heimili og skóli - 01.02.1964, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.02.1964, Blaðsíða 14
EIRÍKUR SIGURÐSSON, SKÓLASTJÓRI: Safnaðarlíf Flutt ó kirkjuviku á Akureyri 5. febrúar 1963- Góðir kirkj ugestir. Fyrir tæpum 40 árum, þegar ég var enn ungur og reynslulítill, dvaldist ég eitt ár í Kaupmannahöfn viS nám. Ég þekkti þar fáa, nema skólafélaga mína og ákvaS þeg- ar um haustiS aS sækja aS jafnaSi kirkju á sunnudögum. Ég byrjaSi á því aS fara í nokkrar kirkjur borgarinnar og leita uppi kirkju, sem mér félli vel og gæti orSiS mér andlegt heimili. Ég fór í Frúarkirkju, þaS veglega musteri, ég hlustaSi á mælskusnill- inginn Olfert Richard og miklu víSar kom ég. En eftir þessa könnun, komst ég aS þeirri niSurstöSu, aS mér félli bezt gömul kirkja inn við Ráðhústorg. Það var Vartov gamla kirkja skáldspekingsins Grundtvigs. Það var eins og einhver sérstakur andleg- ur máttur lægi þar í loftinu. Og hvers vegna valdi ég þessa kirkju? Ég ætla að lýsa því meS því aS lýsa messunum. ÞaS var gengiS inn í Vartov gegnum port frá RáShústorgi og kirkjuna prýddi enginn turn. Enn var þar sami ræðustóll- inn og Grundtvig notaSi og var hann yfir altarinu. Presturinn hét Harald Balslev og var svona í meSallagi ræSumaSur. En þaS var söfnuðurinn, sem gerSi mér þessar messur í Vartov ógleymanlegar. Þó var þar ekki annar söngflokkur en 2 konur, sem sungu meS hljóðfærinu, en í kirkj- unni söng nálega hver einasti maSur af þeirri hjartans einlægni, að loftið varð þrungið andlegum mætti. Kirkjan var alltaf full og mest var það alltaf sama fólkið sunnudag eftir sunnudag. Á eftir hverri messu var altarisganga, venjulega 2 til 3 hringir kringum altarið. Yfir þessum altar- isgöngum var mikill helgiblær. Ég fór þarna nokkrum sinnum til altaris og sann- færðist um það, að altarissakramentið gef- ur andlegan styrk og sálarfrið, þar sem það er meðtekið í einlægni. Andinn í ræðum prestsins í Vartov var Grundtvigskur. Hann hneigðist að þeirri trúarstefnu. Ég var nýkominn úr grundt- vigsku andrúmslofti lýðháskólanna og kunni vel aS meta frjálslyndi grundtvigsku stefnunnar, og sætti mig bezt við hana af andlegum hreyfingum í Danmörku um þetta leyti. Auk þess hafði ég miklar mæt- 8 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.