Heimili og skóli - 01.02.1964, Blaðsíða 15
ur á skáldspekingnum Grundtvig. Enda stóð
hann föstum fótum í norrænni menningu.
En hvers vegna er ég aS rifja þetta upp
hér? Er nokkuð af þessu að læra hér á Ak-
ureyri á þessu ári?
Ég er ekki frá því, að svo geti verið. Ég
ætla þó ekki að ræða hér um trúarstefn-
ur og kirkjukenningar. Ég hef heyrt meira
en nóg af því. En mig langar til að ræða
við ykkur, kæru kirkjugestir, annað raun-
hæfara umtalsefni, nefnilega safnaðarlífið
í kirkjum landsins. Það er mál, sem snertir
alla kristna safnaðarmeðlimi. Og í þessu
efni geta messurnar í Vartov verið athygl-
isverðar.
Oft er rætt um lélega kirkjusókn hér á
landi. Sennilega er eitthvað til í því. Fólk
er yfirleitt tómlátt með að nota helgidaga
til kirkjugöngu, en notar þá oft til ýmsra
félagsmála. Og safnaðarlíf er hér lítið.
Flestir viðurkenna mikilvægt menningar-
starf kirkjunnar fyrr á tímum. Og enn vinn-
ur kirkjan mikilsvert starf á mörgum svið-
um. En á síðustu áratugum hefur kirkjan
eignast marga keppinauta um athygli fólks-
ins og má þar meðal annars nefna útvarp-
ið. Og með lestri blaða, bóka og tímarita
getur fólkið kynnt sér mun meira andleg
mál en áður þekktist.
AnnaS er það, aS mig grunar, aS starf-
semi kirkjunnar hafi ekki fylgst með tíman-
um. Á ég þar einkum við hina ytri starfs-
tilhögun, þar sem kristin kirkja hlýtur að
hafa Biblíuna, trúarrit kristinna manna,
sem grundvöll. Vil ég lauslega drepa á
nokkur atriði í þessu sambandi.
Eitt er það, að messan sé of einhæf og
í messuforminu sé of lítið svigrúm fyrir
þátttöku leikmanna. Því meira sem söfn-
uðurinn tekur þátt í messugjörðinni, því
áhrifameiri verður hún. Þess vegna er
safnaðarsöngurinn mjög mikilvægur.
Mér er tjáð, að í Vesturheimi, þar sem
starfa fríkirkjusöfnuðir, sé kirkjusókn
mjög góð. Þar fómar fólkið miklu meira
fyrir kirkju sína og þykir vænt um hana.
En það er lífslögmál, að ef menn fórna
einhverju fyrir málefni, verður það mönn-
um hjartfólgið. Getur ekki verið að hér sé
ein ástæðan fyrir daufu safnaðarlífi?
En svo er annað. í þessum söfnuðum
vestan hafs er fjölbreytt safnaðarstarf með
samkvæmislífi. í kirkjumar er ekki aðeins
komið til messu. I safnaðarheimilin kemur
fólk oftar saman til að gleðjast og njóta
þess að starfa saman í kirkjulegum félags-
skap.
ÞaS er svona safnaðarstarf, sem skortir
í íslenzku þjóðkirkjunni, og það er erfitt
að breyta miklu þar til bóta. Ekki sízt ef
hugsað er til allra þeirra velferðarfélaga,
sem starfa fyrir á öðram vettvangi. Þau
hefðu mörg getað verið innan kirkjunnar,
ef hún hefði þekkt sinn vitjunartíma í
þessu efni.
En er þá ekkert gert í þá átt að glæða
safnaðarlífiS? Jú, vissulega. Prestamir
hafa reynt margt í þessu efni á hinum síð-
ari árum, þar á meðal kirkjuviku eins og
þá, sem nú stendur yfir. Þá er einnig nær-
tækt að nefna allt það æskulýðsstarf, sem
unnið er hér á vegum kirkjunnar. Þama er
um nýjan akur að ræða, og við vonum
að upp af þeim fræjum siðgæðis og trúar,
sem þar er sáð, komi uppskera á sínum
tíma. Þó ekki verði séð eins og er, að unga
fólkið laðist að hinum almennu messum,
hins vegar sækir það vel æskulýðsmessurn-
ar.
Næsta eðlileg spurning í þessu sambandi
er sú, hvort lítil kirkjurækni sé þá ekki að
einhverju leyti sök prestanna og hvernig
þeir framkvæmi hin kirkjulegu störf. En
erfitt er að greina hér á milli, hvort prest-
HEIMILI OG SKÓLI 9