Heimili og skóli - 01.02.1964, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.02.1964, Blaðsíða 16
arnir eigi hér nokkra sök eða það sé tíð- arandinn. Eflaust eru íslenzkir prestar sízt áhugaminni fyrir starfi sínu en áður, nema síður sé, eða ræður þeirra lakari en áður hefur tíðkast. Annars vil ég skjóta því hér inn í, að það er mjög ósanngjamt að ætl- ast til þess að prestar geti flutt úrvalsræður allt árið um kring á öllum helgidögum, hvernig sem þeir eru fyrir kallaðir. Með þetta í huga hygg ég, að ræður presta megi yfirleitt teljast mjög góðar og þar rætt um margt athyglisvert. En við komum ekki aðeins í kirkjuna til að hlusta á predikun prestsins. Við kom- um þangað til að eiga þar helgistund. Alt- arisþj ónustan, hljóðfæraleikurinn og safn- aðarsöngurinn miðar allt að því. Prestur- inn gefur okkur jafnframt umhugsunarefni með predikun sinni. Er þá efni í predikun prestanna eins og fólkið óskar? Það er eflaust erfitt að gera hér öllum til hæfis. En ég vil vera hrein- skilinn og segja, að stundum mundi ég óska, að það væri nokkuð á annan veg, og hef þá meðal annars í huga útvarps- messurnar. Oft eru ræður presta of mikið bundnar við tilfinningar, en nauðsynlegt er að þar gæti vitrænna viðhorfa í andlegum mál- um. Og ég hef grun um, að þeir útvarps- prestar, sem einkum ræða andleg vanda- mál nútímans séu vinsælastir. Á þá vill fólkið hlusta. í öðru lagi er fjöldi fólks, sem kynnst hafa ýmsum nýrri andlegum hreyfingum, sem hingað hafa horizt, óá- nægt með það, hve kirkjan hefur verið tómlát í þessu efni. Má þar meðal annars nefna guðspeki og spíritisma. Fjöldi presta hafa kynnt sér þær sterku líkur, sem sálar- rannsóknir hafa fært fyrir framhaldslífi, en alltof sjaldan koma þeir inn á þetta í ræðum sínum. Einhver merkasti ræðusnill- ingur kirkjunnar, séra Haraldur Níelsson, átti vísa fulla kirkju, þegar hann messaði og ræddi oftast um þetta mál — „mikil- vægasta málið í heimi“. Nýlega las ég blaðagrein eftir prest, þar sem því var haldið fram, að kirkjan hefði ekkert til spíritismans að sækja. Þessi hugsunarhátt- ur er mér torskilinn. Hefur kirkjan, sem einkum ræðir um eilífðarmálin, ekkert að sækja til þeirra rannsókna, sem leitast við að sanna framhaldslífið? Hvað eigum við þá að segja um kraftaverk Krists og upp- risu? Þó verður því ekki neitað, að spírit- isminn hefur gjörbreytt skoðunum fjölda fólks gagnvart lífinu eftir dauðann, þó ekki verði farið nánar út í það hér. Og mörgum hefur hann orðið til huggunar í raunum. Svipað má segja um guðspekina. Hún hefur flutt hingað skoðanir og kenningar austrænna spekinga. Er ekki þar eitthvað líka, sem kirkjan gæti notað í umræður um eilífðarmálin? Víðsýni í trúmálum er mikilvæg. Ég vil aðeins í því sambandi benda á þá stórmerku og fögru bók, sem biskupinn hefur nýlega þýtt á íslenzka tungu og á þakkir alþjóðar skilið fyrir. Ég á þar við bókina „Helztu trúarbrögð heims“, sem út kom hjá Almenna hókafé- laginu um síðastliðin áramót. Eitt vil ég benda á, sem kirkjan getur notað sér meira en hún gerir. Og það er alíslenzkt ræðuefni. Það er dulræn reynsla fólksins. Látum efnisvísindin kalla þessa reynslu hjátrú og hindurvitni. En þessi reynsla er fólkinu, sem er gætt dulargáf- um, fullkominn veruleiki. Má þar nefna skyggni, hugboð, drauma o. fl. Þetta er reynsla fólksins sjálfs í þeim efnum, sem er mnræðuefni kirkjunnar. Kirkjan þarf að ná til fólksins og þá verður hún líka að hugleiða og útskýra 10 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.