Heimili og skóli - 01.02.1964, Side 17

Heimili og skóli - 01.02.1964, Side 17
þau dulrænu fyrirbrigði, sem hér hafa verið nefnd. Á það er hlustað af því að það grípur inn í daglegt umhugsunarefni. — Draumar Jósefs þóttu merkilegir meðal Israelsþjóðarinnar, hvers vegna eru þá draumar ekki enn merkileg umræðuefni? Eftir þessar hugleiðingar leikmanns um umræðuefni innan kirkjunnar, kem ég þá aftur að því, sem fyrr var frá vikið. Hvem- ig á að glæða safnaðarlífið? Getur það orðið eins og ég kynntist því í Vartov, að kirkjurnar verði fullsetnar og allir taki þátt í safnaðarsöngnum? Mikið má breyt- ast til þess, og eflaust er ekkert eitt töfra- meðal til í því efni. Og ég hika við að setja hér fram það, sem mér hefur komið í hug, af því að félögin eru svo mörg í landinu. Hér við þessa kirkju starfar kvenfélag, sem margt hefur gert til að prýða kirkj- una. Hér er einnig starfandi Æskulýðsfé- lag í mörgum deildum. Hvort tveggja er þetta mikil starfsemi. En eitt vantar. Hver er hlutur karlmanna? Hvað hafa þeir lagt sérstaklega fram til safnaðarstarfsins? Ég tel, að ef glæða á safnaðarstarfið eigi að stofna brœðrafélag við kirkjuna, eins og starfandi eru við allar fríkirkjur, þar sem safnaðarstarf er almennara. Vinir kirkj- unnar hefðu átt að vera búnir að stofna þetta félag fyrir löngu. Eftir fund í slíku félagi mundi kvenfélagið hafa veitingar á borðum í kapellunni, þar sem hægt væri að spjalla saman yfir kaffibolla. En slík sam- vera, þar sem skipzt er á skoðunum, sam- einar og vekur hræðraþel. Ég varpa aðeins fram þessari hugmynd, en geri enga kröfu til að hún sé álitin neitt óbrigðult ráð til að glæða safnaðarlífið. Held þó að hún gæti gert eitthvert gagn, ef vel tekst til. Við, sem lifum á atómöld ótta og örygg- isleysis, þurfum að eiga trausta og heil- brigða lífsskoðim, svo að fréttir um eyði- leggingu og tortímingu hrjóti ekki niður viðnámsþrótt okkar. Kristin lífsskoðun, byggð á föðurást guðs, sem lýst er í Glat- aða syninum og kærleika og bræðralagi mannanna, sem lýst er í Miskunsama Sam- verjanum, er góður grundvöllur trausts og öryggis. Það er hlutverk kirkjunnar að byggja þennan grundvöll. Og ef hún nær ekki til fólksins með hinum hefðbundnu messum, her henni skylda til að hreyta um starfsaðferðir, eftir breyttum tíðaranda. Islenzk þjóð er trúhneigð á sinn hátt. Ekki þannig, að hún sé fús til að samþýð- ast aldagömlum játningum, sem einhvem tíma hafa verið samþykktar á kirkjuþing- um. Heldur til að íhuga og velta fyrir sér eilífðarmálunum. Og er það einmitt ekki þessi frjálsa hugsun, sem er aðalsmerki okkar íslendinga — eða hefur verið að minnsta kosti? Tveir þættir eru áberandi í trúarlífi þjóðarinnar. Það er hneigðin til heimspekilegra athugana og dulræn reynsla. Þjóðsögurnar okkar sýna það síð- ara í ríkum mæli. Þetta hvort tveggja ber kirkjunni að koma til móts við í starfi sínu. Hún þarf að brjóta þessi mál til mergjar og hjálpa þannig fólkinu til að mynda sér heilbrigðar skoðanir. Og auð- vitað gerir hún það að nokkru leyti. Einn kunningi minn sagði nýlega í bréfi til mín: „Það þarf að kenna börnunum að hlýða meðan þau era lítil og tengja hlýðn- ina einhverju, sem þeim er heilagt, t. d. Kristi“. Erum við ekki þama komin að merkilegu atriði. Hefur ekki uppeldinu hrakað vegna þess að þjóðin ber ekki lotn- ingu fyrir neinu, sem henni er heilagt, síð- an vald kirkjunnar minnkaði og upplausn styrjaldarinnar hélt hér innreið sína? Og hefur ekki hlýðni æskunnar þorrið, þegar lotningin hefur glatast? Ég óttast að SVO HEIMILI OG SKÓLI 11

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.