Heimili og skóli - 01.02.1964, Side 19
Sjötugur;
írni Björnsson
kennari, Akureyri
Þann 24. janúar varð Árni Björnsson,
kennari á Akureyri, sj ötugur. Árni er fædd-
ur árið 1894 að Bryta á Þelamörk í Eyja-
firði. Foreldrar hans voru Björn Bjömsson
frá Miðhálsstöðum í Oxnadal og kona hans
Margrét Vigfúsdóttir frá Glerá við Akur-
eyri. Ámi tók búfræðipróf frá Hólaskóla
vorið 1920. Gerðist hann síðan kennari í
Arnarneshreppi í Eyjafirði og gegndi því
starfi til ársins 1946. Þá varð hann kenn-
ari við Barnaskóla Akureyrar og var það
til 1960, en varð þá að láta af störfum
sökum vanheilsu. Á meðan Árni var kenn-
ari í Arnameshreppi stundaði hann jafn-
framt búskap, hæði á Nunnuhóli og Stóru-
Brekku, því að Árni er mikill starfsmað-
ur, að hverju sem hann gengur. Einnig
hefur hann alla tíð tekið mikinn þátt í
félagsmálum. Hann var í stjórn ungmenna-
félags sveitar sinnar í mörg ár. í stjórn
búnaðarfélagsins í 10 ár. Sóknarnefndar-
maður Möðruvallasóknar í 10 ár. Lengi
var hann formaður barnaverndarnefndar
Akureyrarkaupstaðar, einnig formaður
kirkjukórs Akureyrarkirkju um skeið.
Árni er prýðilega ritfær og hefur skrifað
meðal annars sögu ungmennafélags Möðru-
vallaklausturssóknar o. fl.
Árni er kvæntur ágætri konu, Jónínu
Þorsteinsdóttur frá Sauðárkróki, og eiga
þau tvö börn, Eystein og Guðrúnu.
Árni Björnsson er maður, sem gott er
að kynnast. Hann er fulltrúi þess bezta,
sem gamli tíminn bjó yfir. Þegnskapar-
maður mikill, eins og margir þeir, sem
ólust upp í ungmennafélögunum. Hann var
prýðilegur kennari, frábærlega skylduræk-
inn og samvizkusamur og gerði miklar kröf-
ur til sín og annarra. Hann var einn af
þeim, sem ekki var alltaf að bíða eftir klukk-
unni, en lét það frekar ráða, hvað hann
þurfti að komast yfir af námsefni. Hann
var vel látinn af nemendum sínum og sam-
kennurum og allir hlutu að virða kapp
hans og ódrepandi áhuga. Það er eftirsjá
að slíkum mönnum, þegar þeir hverfa úr
kennslustofunni. Og ég sendi Árna á þess-
um tímamótum hugheilar þakkir fyrir langt
og farsælt starf við Bamaskóla Akureyrar,
og vona, að ég megi einnig flytja þakk-
læti fyrir hönd allra samkennara hans.
H. J. M.
HEIMILI OG SKÓLI 1S