Heimili og skóli - 01.02.1964, Qupperneq 20

Heimili og skóli - 01.02.1964, Qupperneq 20
Vegna drengsins míns Skólabjallan hringdi og börnin streymdu út um aðaldymar, flest út á leikvöllinn, en nokkur voru með töskur á baki og héldu heimleiðis, þau höfðu lokið sinni skólaveru fram yfir hádegi og klukkan var aðeins hálf ellefu. Meðal þeirra, sem héldu heimleiðis, var Doddi litli, 10 ára snáði, rauðhærður með blá, fjörleg augu og snöggar hreyfingar. Aki Leifs hafði boðið honum að koma heim með sér, en Doddi hafði afþakkað það, hann hafði annað í huga. Hann hélt því rakleitt heim. Þegar heim kom, var eng- inn í húsinu, eins og hann hafði búizt við. Hann fór úr skónum í forstofunni, þreif- aði eftir stofulyklinum undir dyramott- unni, greip hann, opnaði stofudyrnar og gekk inn. Hann vissi, að móðir hans mundi vera úti í bæ að kaupa til dagsins, hún mundi tæplega koma fyrri en klukkan 11. Nú var tækifæri fyrir hann, nú eða aldrei. Hann hafði lengi ætlað sér þetta, en mamma hans hafði harðbannað honum það. Einu sinni hafði hann reynt, hann var rétt byrjaður, en móðir hans hafði komið að honum og orðið hin versta, og þó var hún sjálf með sígarettu milli fingr- anna, — en hann mátti ekki. Það hlaut þó að vera gaman, ægilega gaman, og gott hlaut það að vera líka. — Já, nú skyldi hann gera það. Hann gekk að borðinu, þar sem sígarettuhylkið var og leit ofan í það. Þar var engin sígaretta. Hann leitaði alls staðar, þar sem marnma hans var vön að geyma sígarettur, en fann ekkert. Hvað gat hann gert? Þetta var ljóta klúðrið. Skyndilega datt honum nokkuð í hug. Það hlaut að vera sniðugt og líklega gott. Hann gæti tekið bréf, vafið það saman í göndul, kveikt í því og reykt, það var þó alltaf nokkuð. En bréf var þó bara bréf og líklega hlæju strákarnir að honum, ef hann segði þeim frá því. -— En hann gat gert annað, og það var miklu sniðugra. Hann átti fimm krónu seðil síðan urn dag- inn. Hann vissi, hvar hann var geymdur. Hann gæti tekið hann, vafið hann saman eins og sígarettu og reykt. Það voru þó peningar, en ekki ónýtt bréfarusl. Seðill- inn var hans eign, og frændi hafði sagt, að hann skyldi gera sér eitthvað til gam- ans fyrir hann. Seðillinn var geymdur í aurakassanum hans og lykilinn vissi hann um. En ef mamma kæmist nú að þessu? Hún yrði víst bálvond. — En hún gat nú ekki mikið sagt, og svo átti hún ekkert í seðlinum. Hann náði í lykilinn, opnaði kassann, tók seðilinn, vafði hann saman eins og vindling, náði í límpappír úr skólatösk- unni og límdi seðilröðina niður, svo að hann raknaði ekki í sundur. Þetta var að sjá alveg eins og sígaretta, bara miklu skrautlegra. Þá var að ná í eldspýtur. Þær voru auðvitað á reykingaborðinu. Hann tók stokkinn, hagræddi sér makindalega í hægindastólnum — eins og hann hafði séð foreldra sína gera, stakk seðlinum upp í sig og kveikti í, og saug að sér reykinn — en hann var bara vondur, ekkert gott að soga hann að sér, og svo ætlaði hann að brenna hann ef hann saug fast. Það var ekkert í þetta varið. Sjálfsagt væru síga- rettur miklu betri, og þó sagðist Óli Geira hafa selt upp af fyrstu sígarettunni, sem 14 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.