Heimili og skóli - 01.02.1964, Qupperneq 22

Heimili og skóli - 01.02.1964, Qupperneq 22
gert það til þess að vera eins og hinar stelpurnar — til þess að skera sig ekki úr hópnum. Þær fóru flestar að reykja ferm- ingarsystur hennar og einmitt þær, sem hún vildi helzt vera með. Gat hún þá gert annað en að vera með? Gæti og gæti ekki. Þetta hafði komið svona eins og af sjálfu sér. En var það ekki heimskulegt að kveikja þannig í peningunum sínum, eins og dreng- urinn hennar hafði sagt, hreint og beint brenna þeim? I raun og veru var það verra en kveikja beint í seðlinum, því að tóbak- ið var eitrað, heilsuspillandi, og olli ým- is konar hrörnun og sjúkdómum, en gerði ekkert gagn. Þetta var ekkert annað en að brenna peningum, og þó verra en það. Gæti hún hætt? Víst yrði það erfitt. Það var ósköp þægilegt að kveikja sér í sígarettu, ef maður hafði fría stund, og láta þreyt- una líða úr sér. Og svo, þegar kunningja- konurnar kæmu, að geta kveikt í, þeim til samlætis — eða þegar hún kæmi til þeirra, að geta verið með. Það yrði sannarlega erfitt að neita sér um slíkt. Vinkonurnar færu að hlæja að henni, og það félli henni illa. -— En þetta væri hægt. Ætti hún ekki að hugsa meira um barnið sitt og vera því til fyrirmyndar, heldur en að reyna að þóknast vinkonunum, eða hugsa um hvað þær mundu segja? Jú, sannarlega. Hún gæti hætt og hún skyldi gera það. Hún reis á fætur og gekk ákveðnum skrefum upp á loft og inn í herbergi drengsins. Hann lá með lokuð augu og virtist sofa, en á viss- um dráttum í andlitinu sá hún, að svo mundi ekki vera. Hún settist á rúmstokk- inn hjá honum, tók um hönd hans og sagði: „Doddi minn! Ertu reiður við mömmu?“ Ekkert svar, en hún sá votta fyrir tárum í augnakrókunum. Hún hélt áfram: „Þú verður að skilja það, elskan mín, að mamma vill ekki að þú venjir þig á að reykja, hún vill þér aðeins vel með því. Börn mega alls ekki reykja vegna þroska síns, en svo er það líka slæmur vani að reykja, það er bæði peninga- og heilsuþjóf- ur, þó að margur álpist út í það af hugs- unarleysi. Mundir þú vilja lofa mömmu því, að reykja aldrei, ef mamma hætti að reykja?“ Svarið kom lágt en ákveðið: „Já, mamma“. „Jæja, elskan mín, við sættumst þá upp á það. En svo skal ég segja þér dá- lítið skrítið. Seðillinn þinn varð ekki ónýt- ur. Þegar ég fór að athuga leifamar af honum, kom í Ijós, að númerið var óbrunn- ið, svo að þú getur fengið annan seðil heil- an í staðinn og keypt þér eitthvað þarflegt fyrir hann eða lagt hann í sparisjóð. Bjóddu nú mömmu góða nótt“. Drengurinn opn- aði augun og brosti. Tveir bjartir og mjúk- ir armar vöfðust um háls móðurinnar, og mjúkum örmum var þrýst að vanga hennar. Móðirin gekk hljóðum skrefum fram úr herberginu. Það var sem steini væri af henni létt og fögnuður fyllti hjartað. Hún hafði tekið ákvörðun, sem ekki skyldi kvikað frá. Það væri ekki of mikil fórn vegna drengsins hennar. /. G. 16 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.