Heimili og skóli - 01.02.1964, Blaðsíða 23
Eg n ftrettfln nrn dóttur
EFTIR JESSYGA RUSSELL GAVER.
Áður enn Anna náði hinum í senn kvíð-
vænlega og eftirþráða unglingsaldri,
neitaði ég ákveðið að trúa öllum þeim
sögurn, sem aðrar mæður sögðu mér um
það, hvernig 13—14 ára stúlkurnar þeirra
umhverfðust frá degi til dags, jafnvel frá
einni mínútunni til annarrar. Og nú var
Anna orðin 13 ára, og nú höfum við,
foreldrar hennar síðastliðið ár orðið á-
horfendur að þessum hreytingum og með
undrandi augum horft á allar þessar hreyti-
legu myndir á hinu litla leiksviði heimilis-
lífsins.
Til allrar guðs hamingju koma þó stundir
og þær ófáar, sem áhyggjufull móðir
finnur frið í hjarta sínu. Þær stundir lifir
hún einna helzt um háttatímann, þegar
allar hömlur hrynja og engin reiði og
engar særðar tilfinningar skilja okkur að.
Við slíkt kvöldrabb við rúmstokkinn fer
hún helzt að ræða um, hvað hún ætli að
verða, þegar hún hefur lokið skólanáminu.
„Heldurðu ekki, að það sé möguleiki
á, að ég geti lært blindraskrift, mamma,”
spurði hún á einni slíkri rabbstundu.
„Blindraskrift? Hvers vegna að læra
blindraskrift?”
„Jú, mamma, síðastliðið ár hef ég leikið
eins konar leiðsöguhund fyrir Tom í
skólanum okkar, þú veist fyrir hlinda
drenginn, sem hefur ritvél með sérstöku
blindraletri.”
Rödd hennar er orðin mild og hlý.
„Ef ég hefði kunnað blindraskrift, hefði
ég getað skrifað allt mögulegt fyrir hann
og hjálpað honum þannig heilmikið við
námið.”
Það læddust tár fram í augu mín og
einhver kökkur sat fastur í hálsinum. Já,
táningarnir okkar eru breytilegir eins og
veður og vindar. Hugsið ykkur, þessi
hugsandi stúlka er sú sama, sem þeytist
um húsið og eyðir tímanum í allskonar
heimskupör, sem oft eru í þann veginn
að koma foreldrum hennar til að sturlast.
Þetta er sú sama Anna, sem þvaðrar
tímunum saman í símann, sem les bækur
og hlöð á meðan hún er í baði, og kemur
svo upp úr baðkerinu með óþvegna hand-
leggi, háls og eyru. Þessi blíðlynda stúlka
getur orðið að hinum verzta harðstjóra
og æpir á mig, að ég vilji gera henni til
skammar, ef ég fer fram á að hún klæði
sig hlýlega í frosti og kulda, en láti nælon-
sokka og háhælaða skó eiga sig í slíku
veðurlagi.
„Jú,“ segi ég alvarlega, „ég er viss um að
þeir á blindraskólanum eða einhverjir
aðrir myndu hj álpa þér til að læra blindra-
skrift. En gæturðu þá hugsað þér að leggja
það alveg fyrir þig, Anna?”
Það rifjast nú upp fyrir mér, að Anna
hefur ^lltaf komið fram, sem vemdarvættur
og leiðtogi allra minnstu barnanna í göt-
unni. Hún hafði til dæmis með lítilli fyrir-
höfn kennt lítilli fimm ára telpu að renna
sér á skautum aðeins á tveimur tímum, og
svo hafði hún tilkynnt það dag einn, að
hún ætlaði ekki að giftast fyrr en ég er
orðin nógu gömul til að tolla heima og
HEIMILI OG SKÓLI 17