Heimili og skóli - 01.02.1964, Síða 26
iskjóllinn minn, og nú er það ekki bara
drengur, sem ég ætla út með? Hefurðu
ekki gert þér grein fyrir, hvað þetta er
mikill viðburður fyrir mig?”
Þessar spurningar þínar gjörðu mér
erfitt um mál. Það var eins og þú stæðir
á þröskuldi hins liðna og ókomna, sem
myndi gera út um örlög þín. Ég ætlaði
að reyna að segja eitthvað, sem gerði þér
glatt í geði. En mér datt ekkert annað í
liug en gömul og útslitin heilræði og
áminningar. Mig langaði til að segja við
þig eitthvað af því, sem móðir þín hefði
viljað segja, ef hún hefði lifað.
Ég hefði getað sagt þér hve orðin geta
hljómað vel og sannfærandi, þegar þeim
er hvíslað undir stj örnubj örtum himni.
Ég hefði blátt áfram getað sagt þér, að
þú ættir alltaf að vera góð stúlka, og vera
alltaf varkár, en ekki hrædd. Og að þú ættir
alltaf að vera sjálfri þér trú. En öll þessi
orð fundust mér þá svo marklaus og ó-
merkileg. Ég sat bara þarna og óskaði
mér þess, að ég gæti sagt eithvað við þig,
eitthvað viturlegt, en þá varst þú orðin
óþolinmóð og sagðir: „Þér finnslt þá
kjóllinn minn fallegur? Er það ekki?”
„Hann er mjög fallegur. Hann klæðir
þig fjarska vel.”
Já, stúlkan mín. Þetta var víst allt, sem
ég gat sagt. En í dagbók einni, sem ég les
oft í, hefur annar maður sagt miklu meira.
Þar er dálítið komið að mannlegum ör-
lögum. Það gætu alveg eins verið þín örlög
eða einhverrar annarrar ungrar stúlku.
Kannski er þar að finna eithvað af hinum
viturlegu orðum, sem mig langaði til að
segja við þig í gær, þess vegna ætla ég
nú að endursegja svolítið af efni þessarar
dagbókar.
„Nú hef ég loksins fundið hann. Nú
veit ég vissu mína. En hvernig á ég að
fara að því að segja honum það? Ég vil
gjarnan, að honum sé það ljóst, að ég
elska hann. Hvers vegna ætti ég að bíða?
Hvers vegna get ég ekki sagt: Ég elska
þig — Ég verð annars að hugsa þetta vel
og rækilega. Ég má ekki aðeins hlusta á
hjarta mitt. Það er svo órólegt og barna-
legt. Eg má ekki hlaupa á eftir honum, því
að þá hleypur hann frá mér. Ég verð að
hafa vald yfir rödd minni, augum mínum,
handleggjum mínum. Ég verð að leyna ást
minni.
Er hann farinn að hugsa um mig? Man
hann eftir mér, þegar ég er hvergi nálæg?
Óskar hann eftir því, að ég muni eftir
honum og hugsi um hann?”
Næstu setningar eru skrifaðar einu ári
síðar:
„Ég er svo þakklát fyrir, að ég hafði
vit á að bíða. Líklega þurfa allir góðir
hlutir tíma til að þróast og vaxa hægt.
Kannski er það hið fegursta í lífi kon-
unnar, að læra að þekkja ástvin sinn og
gagnkvæmt. I kvöld spurði hann mig
hvort ég vildi verða eiginkona sín.”
Eftir hjónabandið prðu þessar tvær
ungu manneskjur að ganga í gegnum ýmsa
erfiðlleika. Peningar voru af skornum
skammti, og hún varð að afsala sér ýmsu,
hún þráði þó. Hún skrifar t. d. „Þetta er
harður skóli að ganga í” og: „Við vorum
beizk í geði” og: „Eg keypti kápuna þrátt
fyrir allt. Ég vissi, að fjárhagurinn leyfði
það ekki. Og þegar ég sagði honum það,
kom þj áningasvipur í andlit hans. Hann
sagði: „Kápan fer þér vel, en ég skila
henni samt á morgun.
Dag eftir dag, er hægt að fylgjast með
lífi þeirra í þessari bók. Það skiptast á
sigrar og ósigrar. Og svo kemur hver kafli,
sem segja frá umbuninni fyrir alla þessa
erfiðleika. Sá fyrri hljóðar þannig:
20 HEIMILI OG SKÓLI