Heimili og skóli - 01.02.1964, Qupperneq 28
EFTIR
ARTHUR
GORDON
Laun
hluttekníngarinnar
Því fleiri sem áhugamálin eru og áhug-
inn heitari, þeim mun meiri verður lífs-
gleðin.
Þegar ég var lítill drengur,.var ég sjónar-
vottur að verðandi slysi. A baðströndinni
hafði kona hrökklast út af malarbakkanum,
út í ólgandi djúpið. Um 20 fullorðnir
menn stóðu þar sem steinilostnir í bað-
fötum sínumog höfðust ekkert að. Konan
hrópaði á hjálp. Þá kastaði ungur maður
sér í öllum fötunum í sjóinn og bjargaði
konunni.
Þegar ég sagði foreldrum mínum frá
þessu og bar saman snarræði og hjálpsemi
unga mannsins og aðgerðarleysi hinna,
þá fannst mér það skammarlegt.
Faðir minn horfði á mig nokkuð hugs-
andi og sagði: „Já, heimurinn virðist
stundum skiptast í tvennt, milli þeirra
hiuttekningarsömu og áhugamiklu, og
hinna sinnulausu. Bezt er að dæma varlega.
Áhugi og hluttekning útheimtir hugrekki.
Þessum orðum hef ég aldrei gleymt.
Vissulega er það rétt, að hugrekki þarf
til að opna hjarta sitt í hluttekningu, samúð
og vandlætingu og af áhuga, þegar miklu
auðveldara er — og stundum hættuminna
— að skipta sér ekki af viðburðunum, en
þeir, sem þora, og ganga hiklaust í ber-
högg við afskiptaleysið, uppgötva hið
undursamlega, þetta: að því fleiri sem
áhugamálin eru og áhuginn betur brenn-
andi, þeim mun meiri og sannari verður
lífsgleði þeirra.
Sé hinn undursamlegi mannlífsvefur
athugaður gaumgæfilega, sézt glögglega
hversu í hann er ofinn allt í gegn hinn
skínandi þráður hluttekningarinnar og
lýsir þar sem gullin logi. Áhugaleysi
getur gert allan mismuninn á því, hversu
hjúskapurinn lánast, atvinnulífið og allt
í sambúð og samfélagi manna. „Aldrei var
neitt mikilvægt framkvæmt án áhuga,”
sagði Emerson. Hvað er svo áhugi á vel-
ferð manna, annað en hjartgróin hlut-
tekning?
Fyrir einum mannsaldri tókst manni
nokkrum í New York, sem hafði ekki lokið
jafnvel barnaskólanámi, að fá sig kjörinn
á löggjafarþing ríkisins. Þegar hann kom
þar til starfa, áttaði hann sig á því, að
hann var svo fáfróður og illa hæfur til
þingsetu, að hann gat þess við einn vin
sinn, að hann myndi segja af sér þing-
mennsku, ef hann skammaðist sín ekki
fyrir að láta móður sína vita þetta. Hún
var þá orðin ekkja.
Þrátt fyrir fáfræði mannsins, brann
honum í brjósti þekkingarþorsti, og svo
ákaft þráði hann nú að tileinka sér mennt-
un, að hann hét því að fórna 16 stundum
í sólarhring til þess að kanna og þekkja
hið margbrotna kerfi stj órnmálanna. —
Tíu árum síðar var hann viðurkenndur
22 HEIMILI OG SKÓLI