Heimili og skóli - 01.04.1964, Qupperneq 6

Heimili og skóli - 01.04.1964, Qupperneq 6
lög og aðrar reglur ríkja en í heimilinu. Það er því von, að sum börn stígi þetta mikilvæga -— fyrsta mikilvæga sporið út í lífið — með nokkrum kvíða. Hér þarf verkaskipting og samvinna heimila og skóla að vera örugg, til þess að allt fari vel af stað. Ég ætla fyrst að minn- ast á heimilin, en þar fer fram hinn fyrsti undirbúningur undir skólagönguna. Ég er dálítið hræddur um, að mörg heimili setji þarna of mikið traust á skólana. Eg er hræddur um, að þau geri sér ekki alltaf grein fyrir í hverju þessi undirbúningur á helzt að vera fólginn. Þau líta svo á að hlut- verk skólanna sé fyrst og fremst það að kenna börnunum og létta þeirri byrði af heimilunum. Þetta er auðvitað rétt, svo langt sem það nær. Fjölda margir foreldrar setja þó börn sín í smábarnaskóla til þess að skila þeim læsum eða stautandi í skól- ana og kosta oft til þess allmiklu fé. ÞaS er ákaflega skemmtilegt fyrir skólana að taka við læsum börnum, þegar svo vel hefur tekizt til, það flýtir fyrir öðru námi. En þótt lestrarnámið sé mikilvægt og undir- staða alls annars bóklegs náms, er þó margt annað, sem ekki má gleymast, og verður komið að því síðar. ÞaS er oft notalegt að ræða við unga foreldra, sem eru að senda fyrsta bamiS sitt í skóla. Þar er svo mikil umhyggja, eftir- vænting og stundum kvíði, að það getur engum dulizt, að þar fylgir hugur máli. Ein hin algengasta spurningin er þessi: Hjá hvaða kennara verður barnið. Þessi spurn- ing er eðlileg, því á kennaranum veltur mest. Hann verður fyrst og fremst mynda- smiðurinn, sem mótar þennan mjúka leir. En svo verður þetta kannski hversdagslegra að senda barn í skóla. Þau eru kannski send fyrst í smábamaskólann, svo kemur hitt af sjálfu sér. En á undan skólagöngunni þarf annan og meiri undirbúning en aS senda barniS í smábarnaskóla, þótt það sé góður skóli og sé undir stjórn góðs og skilningsríks kennara. ÞaS þarf að vekja hjá barninu góðvild og traust til skólans og kennaranna, það er eitt af því allra mikilvægasta, og gengi barnsoins í skólanum fer ótrúlega mikið eftir því hvert viðhorf foreldranna er og hvaða áhrifum barnið hefur orðið fyrir af þeim í viðhorfi sínu til skólans. Og það breytir engu þótt foreldrarnir hafi sitt hvað út á skólann að setja. ÞaS má ekki koma fram viS börnin, sem eiga aS hafa skólann sem annað heimili sitt meira og minna í næstu sex ár. Við hinu geta svo foreldrarnir ekki gert, þótt skólinn kunni að einhverju leyti að bregðast því trausti, sem þeir hafa borið til hans og kennt barni sínu að bera til hans. Og það er önnur saga margbrotin og löng. Margir foreldrar eru mjög áhugasamir um að skila börnum sínum sem bezt lœsum í skólann, í því trausti, aS þau komizt í hinn svonefnda bezta bekk, og það er trú sumra foreldra, að honum kenni alltaf bezti kennarinn. En hér sem oftar er kapp bezt með forsjá, og hér kemur annað til greina, sem er miklu mikilvægara, en þaS er náms- þroski barnsins. Otímabært lestrarnám, sé þaS að nokkru ráði, getur valdið miklu tjóni, þetta vita smábarnakennararnir bezt, hreinskilnir smábarnakennarar. Og það er grunur minn, að þegar eitthvað skortir á námsáhugann hjá þessum börnum, sem ekki skal undrast yfir, séu þau stundum hrædd á skólanum og kennurunum, og þeim gefiS í skyn að þau fari í tossabekk. Hér er síðari villan verri hinni fyrri. Ótímabært lestrar- nám er mjög varasamt, en hitt er þó enn hæpnara aS vekja hjá baminu ótímabæra vanmáttarkennd. Hún kemur nógu snemma 26 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.