Heimili og skóli - 01.04.1964, Side 22

Heimili og skóli - 01.04.1964, Side 22
Hann var því einn af þeim úrvalsstarfs- mönnum í hverri starfssveit, sem jafnan verða eftirsóttir þangað, sem útiloka á alla „aktaskrift“. En það er hvergi nauðsyn- legra en við skólastörf. Hann var líka ágæt- lega hagvirkur og listfengur í eðli, svo að hvert verk lék í höndum hans, smiður góð- ur og vann við slík störf flest sumur. Og vissulega nutu nemendur hans ríkulega handlagni hans og smekkvísi við margs konar föndur, sem jók á fjölbreytni og magnaði starfsgleði og lífrænt nám. Þegar Steinþór Jóhannsson lét af störf- um haustið 1955 settust samstarfsmenn hans við Barnaskóla Akureyrar að kaffiborði með honum og kvöddu hann þar. Þangað sendi ég þeim og honum kveðju, sem ég ætla að birta hér lítið stytta. Hún kemur því Steinþóri ekki á óvart og hljóðar þannig: „ ... Við þetta kaffiborð vildi ég gjarn- an hafa setið með ykkur í kvöld, þegar kveðja á Steinþór Jóhannsson kennara eftir 25 ára starf hans við barnaskólann. Það fækkar nú óðum kennurunum, sem hófu hér starfið með mér í nýja húsinu haustið 1930 . . . En þessum kennurum, og þeim sem komu á næstu árum, á bamaskólinn mikið að þakka. Ég efast um að öllu betri starfsmannahópur og samstæðari hafi víða verið að verki. Og þetta á við allan hópinn, sem ég skildi við 1947. Ég minnist hans með þakklátum hug. En einkum er nú vinur minn Steinþór Jó- hannssonar ofarlega í huga mínum við þessi tímamót. Hann er einn þeirra afbragðs- manna, sem hefur hvert starf til vegs og virðingar. Samvizkusemi hans og trú- mennska, verkhyggni hans og snyrti- mennska, og frábær lagni við alla kennslu, skipa Steinþóri í flokk úrvalsmanna í kenn- arastétt. Ég minnist aldrei þess, að Steinþór væri ekki jafnan þar sem hann átti að vera, né heldur að hann möglaði nokkurn tíma um það, sem þurfti að gera. Svo traustur var hann og heill í starfi. Um það vitnaði líka jafnan hópurinn hans í 3. stofu. Þar var ætíð frábær regla og ágæt stjórn, enda man ég aldrei til þess, að skólastjóri þyrfti þar nærri að koma, eða nokurn tíma bærist kvörtun úr heimili um að eitthvað væri þar ábótavant, sem kennarinn gat að gert. En þetta þarf vitanlega ekki að segja ykkur, sem lengi hafið starfað með Stein- þóri Jóhannssyni. Þið þekkið þetta öll. Hitt vildi ég með þessu undirstrika, að slíkir menn eru hverri stofnun mikill happafeng- ur, og þyrftu nú að vera á hverju strái. Án efa fá hinir yngri menn nú nasasjón af ýmsu í kennslutækni, sem hinir eldri fóru á mis við. Það er að sj álfsögðu eðlileg fram- vinda og á svo að vera. En þrátt fyrir allt ágæti aukinnar tækni í kennslustarfi, skyldi það þó aldrei gleymast, „að maðurinn er gullið, — þrátt fyrir allt“. En það væri háskasamlegt öllu skólastarfi og öllu upp- eldi, ef tækniþróun þessara mála sigldi inn í skólann á kostnað þeirra höfuðdyggða, sem jafnan munu prýða hverja mannveru og gefa henni eilíft gildi, en það er trú- mennskan við sjálfan sig og aðra og hið kærleiksríka og fórnfúsa hugarfar, sem á vilja og löngun til að verða hverju góðu máli að liði og rétta sérhverju mannsins barni hjálparhönd. Og þess vil ég mega óska af heilum hug, að þessir höfuðkostir uppalandans megi nú og um alla framtíð prýða hvern kennara, í hvaða skólaflokki sem hann starfar ...“ Svo kveð ég nú Steinþór Jóhannsson vin minn með svipuðum orðum og þá, þótt nú sé breytt hö'gum. Ég fagna þeirri vinsemd og þeim þakkarhug, sem til hans streymir 42 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.