Heimili og skóli - 01.04.1964, Síða 23
Til þess vann hann. Og gott er heilum vagni
heim afr aka.
Sjálfur á ég mikið að þakka, — frábært
samstarf, drengskap og hollustu. Og þeirri
þökk fylgja einlægustu blessunaróskir.
Börn Steinþórs Jóhannssonar og konu
hans, Sigrúnar Ingimarsdóttur (þau skildu)
eru tvö: Bryndís, húsmæðrakennari í Rvík
og Örn, prentari á Akureyri. Þeim sendi ég
einlægustu samúSarkveSju.
Snorri Sigfússon.
*
VinarkveSja:
Tímans elfur áfram streymir,
ekkert stenzt viS hennar þunga —
með sér hrífur háa og lága,
hrausta, veika, gamla, unga. —
Stundum lygn meS lágum niSi
HSast hún um blómgva dali,
stundum hratt meS fossafalli
fleygist hún um gljúfrasali.
Þannig og meS árum líSur
okkar för aS víSa sænum,
þar sem leikur lítil bára
léttum faldi í aftanblænum —
þar sem beljar brim á skerjum,
brotsjór ógnar veiku fleyi,
þar sem ofar bárubliki
bjarmar upp af nýjum degi.
í deiglunni skírist þaS gull sem er glætt,
og gott skal þaS efni, er í líftaug skal spinna.
Ef grunnarnir bresta er háborgum hætt. —
með hugsun og starfi skal sigrana vinna.
ÞaS skildir þú snemma —- viS skiljum þaS
enn, —
þú skreiSst ekki í felur og blést ekki í
kaunin.
Þeir vinna oft hljótt okkar vöskustu menn,
þeim vinnunnar gleSi eru dýrustu launin.
Þú fyrirleizt amlóSans ákvæSisskrift,
en ótrauSur fylgdir þú vorboSans merki,
þótt laun væru skömmtuS, — já skorin og
klippt,
þú skeyttir því lítt, en gekkst einhuga aS
verki.
Þú baSst ekki heiminn um hrós eSa völd,
ei hræsni né smjaSur þér lágu á tungu,
og því ertu fallinn meS flekklausan skjöld
aS fegursta dæmiS þú gafst hinum ungu.
Á hugans engi andans gróður
í þínum gengnu sporum skín.
Göfgra drengja er heyri ég hróður
hlýt ég lengi að minnast þín!
Magnús Pétursson.
HEIMILI OG SKÓLI 43