Heimili og skóli - 01.04.1964, Blaðsíða 9

Heimili og skóli - 01.04.1964, Blaðsíða 9
veginn á eigin ábyrgð. ÞaS hverfur nú í fyrsta skipti undan verndarvæng foreldr- anna og öryggi, og á nú að koma til ókunn- ugs manns sem það hefur ef til vill aldrei séð áður. Þetta eru mikilvæg spor. Það skín saklaus og fersk eftirvænting úr augunum — kannski kvíðablandin — kannski gleðiblandin. Þessi ferska eftir- vænting hefur þó nokkuð minnkað síðan smábarnaskólar fóru að taka við börnun- um 5 og 6 ára, en alltaf sakna ég hennar. Nú getur það jafnvel komið fyrir, að litlir 7 ára hnokkar komi skálmandi í skólann fyrsta daginn með heimsborgarasvip, sem lætur ekki neina smámuni á sig fá. En hinir eru þó einnig til sem halda fast í hönd móður sinnar og vilja ógjarnan sleppa henni fyrr en í síðustu lög — kannski við skóladyrnar, þegar hin börnin ganga inn — kannski líka ekki fyrr en við dyr skóla- stofunnar, og stundum, þegar versL lætur, þarf mamma að fylgja litla hnokkanum alla leið inn í skólastofuna. Já, fyrsti skóladagurinn er alltaf einhver merkasti dagur ársins, ekki aðeins í lífi barnanna, heldur einnig í lífi kennarans. Þá veltur á miklu, að rétt og vel sé af stað farið. Þá má ekkert fara í handaskolum hina fyrstu daga á meðan mynd skólans er að mótast í sál barnsins. Allt verður að vera vel undirbúið frá skólans hálfu og kennar- ans. Börn kunna vel að meta traust skipu- lag og trausta stjórn. Það kemur oft fram í leikjum barna á forskólaaldri, að þau vilja hafa hvern hlut á sínum stað og eru oft mjög næm á skipulag eða skipulagsleysi. Börn eru fljót að koma auga á veilur í stjórn og skipulagi og læra þá brátt að notfæra sér það sér í hag. Allt hik og vand- ræði hefur ill áhrif á þau, en þau virða aftur einbeittni og vingjarnlega festu. Börn- um, sem eru að koma í skóla hættir oft við að hugsa sér kennarann sem óskeikulan og fyrstu vonbrigðin í skólanum geta því kann- ski orðið í sambandi við kennarann, ef hann skilur ekki hve mikill vandi honum er á höndum með að taka í fyrsta skipti á móti hópi 7 ára barna, sem í senn hafa kviðið fyrir þessum degi og hlakkað til hans. Og það er óskaplega mikils virði fyrir framtíð barnsins í skólanum, að það geti borið traust til kennarans. Þarna veltur mikið á hinum fyrstu kynnum. Áður hefur verið vikið að þætti foreldranna í því að vekja það traust, nú er komið að kennar- anum sjálfum að bregðast því ekki, heldur styrkja það og staðfesta. Og ef svo giftusamlega tekst til að barnið geti borið traust til kennarans og þyki auk þess vænt um hann, þarf engu að kvíða. Þá kemur hitt nálega af sjálfu sér. Sem betur fer endurtekur þessi saga sig oft í skólum okkar. Eitthvert vandasamasta starfið í öllu okkar skólastarfi, og ábyrgð- armesta, er að taka við 7 ára bekkjunum. Til þess þyrfti ekki aðeins sérstaka mennt- un, heldur einnig sérstakt hugarfar og hjartalag. En í fyrstu röð nefni ég það, að kennaranum geti þótt vænt um bömin, og ekki sízt þau allra minnstú og óþroskuð- ustu. Við skulum gera ráð fyrir því, að þau komi frá heimilum, þar sem þau eiga að mæta ástríki og skilningi, því er hætt við að vonbrigðin verði of mikil, ef þau mæta því ekki einnig í skólanum. Það reynir stundum á þolinmæði og still- ingu að hafa fyrir framan sig 25—30 7 ára börn, sem kunna litla eða enga sambúðar- hætti í slíku umhverfi, og ef þau eru svo mjög óþroskuð þar að auki. Ef ungur kenn- ari stenzt það próf og vinnur hylli bæði barna og foreldra, þá er honum óhætt að halda áfram að vera kennari. HEIMILI OG SKÓLI 29

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.