Heimili og skóli - 01.04.1964, Page 17

Heimili og skóli - 01.04.1964, Page 17
mazoo, bj ó ég hj á amerískri fj ölskyldu, sem og aðrir þátttakendur í þessum hóp. Var það bæði ánægjulegt og lærdómsríkt fyrir mig, og verð ég að segja, að það var með söknuði, sem ég kvaddi kunningjana í Kalamazoo til þess að hefja þriðja áfanga námskeiðsins, en hann var ferðalag um Bandaríkin. Stóð það yfir í rúmar 3 vikur og jóla- leyfið til þess notað. Ferðaðist ég á þeim tíma rúmar 10 þúsund mílur og gat því að förinni lokinni bætt fjölda nafna á lista minn yfir séða og heimsótta staði. Ekki ætla ég mér að lýsa, eða segja frá þessum stöðum nú. En í lok ferðarinnar hafnaði ég í Raleigh, höfuðborg Norður-Karólínu, þar sem ég dvaldist í vikutíma, ásamt 8 öðrum erlendum styrkþegum. Fjórði áfangi námskeiðsins var hafinn. En hann var 4— 5 vikná dvöl í ákveðnu og fremur fámennu skólahéraði. Ég var sendur suður til Kólumbusar- sýslu, sem er sunnarlega í Norður-Karólínu, til Whiteville og eru íbúar bæjarins milli 5 og 6 þúsundir. Landbúnaður er aðal- atvinnugrein manna þar um slóðir og mun tóbaksjurtin illræmda ráða þar úrslitum um efnahag manna. Læknaskýrslan víðfræga sló því nokkrum óhug á bændur, og jafnvel er það fréttist, að ég hefði í hyggju að hætta reykingum, færði fræðslumálastjóri Whitevillebæjar mér tvö ,,karton“ af sígar- ettum, svo að ég gæti haldið áfram fyrri iðju minni um sinn. Satt að segja, kveið ég nokkuð fyrir að halda suður til Whiteville og jafnvel lagði fram umsókn um að fá að dveljast áfram í Kalamazoo, þó að ekki væri hægt að verða við þeirri ósk minni. Einhver óróleiki og einmanakennd hafði gripið um sig eftir jólaferðalagið. Kannski væntanlegur viðskilnaður við félagana, sem því olli. Eða í öðru lagi, ég sá ekki, hvaða tilgangi það þjónaði, að vera að senda mig suður til þessa smábæjar, minni en Akur- eyri. Ffvað nýtt hefði ég að sækja þangað? En þegar á fyrsta degi breyttist sú skoðun mín. Aldrei á ferð minni um Bandaríkin eða jafnvel um ævina hef ég kynnzt jafn elskulegu og gestrisnu fólki sem í White- ville, enda gestrisni Suðurrríkjabúa víð- fræg. Strax á fyrsta degi í Whiteville-barna- skólanum báru börnin þá fregn heim að mannvera norðan frá Islandi væri komin í heimsókn. Og kapphlaupið hófst. Ég fékk fleiri lieimboð en ég gat sinnt. Er ég var svo dónalegur, að geta þess, að ég hefði aldrei fengið ætan fisk hér vestan hafs, ók húsbóndinn niður til strandarinnar að sækja nýjan fisk í soðið handa íslendingn- um. Annars urðu kjúklingar mín eftirlætis- fæða, sem er þjóðarréttur Suðurrríkjabúa, og þeir snillingar í að matreiða. Ég mætti á fundi hjá bæjarstjórn, fræðsluráði, í dómssal, útvarpi og sjón- varpi, hélt tölu í ótal félögum og klúbbum, jafnt karla sem kvenna, auk skólaheimsókna í Whiteville og nærliggjandi héruðum. Ég var, sem sagt önnum kafinn frá morgni til kvölds. Ég held, að orð vinar míns og gestgjafa Steve’s, lýsi því einna bezt, er hann skrifaði í blaðagrein: „Þrátt fyrir allt svaf hann í húsi okkar, og við hittum hann við morgunverðarborðið á morgnana.“ Já, það er einkennilegt og þó notaleg til- finning að verða allt í einu þekktasti og jafnvel mest umtalaði maður heils byggðar- lags. Fyrr en varði var tíminn floginn, og ég kominn aftur norður til Washington D.C., með blómvönd frá bæjarstjóra og heiðurs- HEIMILI OG SKÓLI 37

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.