Heimili og skóli - 01.04.1964, Blaðsíða 24

Heimili og skóli - 01.04.1964, Blaðsíða 24
Starfsfrœðsludagur á Akureyri Sunnudaginn 12. apríl var haldinn fjórði starfsfræðsludagurinn á Akureyri í Odd- eyrarskólanum. Ólafur Gunnarsson, sál- fræðingur, stjórnaði starfsfræðslunni, en hún fór fram á vegum Æskulýðsheimilis templara eins og áður. í undirbúnings- nefnd voru: Adolf Ingimarsson, Eirík- ur Sigurðsson, Guðmundur Magnússon, Gústav Júlíusson og Hörður Adolfsson. Dagana á undan flutti Ólafur Gunnars- son erindi fyrir gagnfræðaskólann í kirkj- unni og fyrir menntaskólann á sal og sýnd- ar höfðu verið kvikmyndir úr atvinnulífinu fyrir nemendur skólanna í Borgarbíó og Oddeyrarskólanum. Leiðbeinendur við starfsfræðsluna utan bæjar voru sjö: Hrafnhildur Schram, flug- freyja, Björn Th. Björnsson, listfræðingur, Geirharður Þorsteinsson, arkitekt, Guð- mundur Snorrason, yfirmaður flugumsjón- ar hjá Flugfélagi Islands. Jón B. Hanni- balsson, hagfræðingur, Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur og Vilhjálmur Einarsson, kennari frá Samvinnuskólanum. Leiðbeinendur voru alls 75 og kynntu þeir 125 starfsgreinar og stofnanir. Nokkur fyrirtæki og stofnanir var unglingunum gefinn kostur á að skoða í bænum meðan á starfsfræðslunni stóð. Aíls komu 470 manns til að leita fræðslu. Fræðsludeild SÍS sýndi tvö skipslíkön og stóra mynd af skipi. Nokkrir hlutir voru sýndir úr járniðnaðinum, þ. á m. bobbing- ur (botnvaltra) og ný kryddhrærivél, sem nota á við síldarsöltun. Hér verður skýrt frá nokkrum starfs- greinum, sem mest var spurt eftir. Nefndar verða fyrst þær greinar, sem einkum voru fyrir stúlkur. Hjúkrunarkona 62, flugfreyja 66, ljósmóðir 12, hárgreiðsla 39, fóstra 20, húsmæðrafræðsla 28, talsímakona 4. Minna var spurt um iðngreinar en vænta mátti. Hér eru þrjár þær hæstu: Húsgagna- smíði 21, húsasmíði 13 og prentun 11. Mikill áhugi var fyrir ýmsum greinum háskólanáms. Læknisfræði 55, arkitektúr 35, byggingaverkfræði 25, hagfræði 25, sálfræði 25, náttúrufræði 36, íslenzk fræði 20, stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði 15 og efnaverkfræði 15. Um verzlun og viðskipti, Samvinnuskól- ann og Verzlunarskólann spurðu 90 og kvikmyndasýningu Samvinnuskólans sáu 60. Um sjávarútveg og fagnám tengt sjávar- útvegi spurði 59. Um landbúnaðarstörf spurðu 17. Um Handíða- og myndlistaskólann og aðrar dráttlistargreinar spurðu 46. Um tón- list 12 og leiklist 26. I flugmáladeildina komu alls 182. Þar af spurðu 52 um störf flugmanna og loft- 44 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.