Heimili og skóli - 01.04.1964, Page 11
draga þessi börn niður með ávítum, að-
finnslum og kannske gremju yfir getuleysi
þeirra.
Annars er saga þessara barna lengri og
flóknari en svo, að hægt sé að segja hana
hér. Fyrir þessum börnum eru fyrstu skóla-
dagarnir hættulegir.
Já, það er ákaflega mikils virði, að fyrstu
áhrifin, sem börnin verða fyrir í skólunum,
séu góð, og það er aldrei meiri hætta á
ýmiss konar misskilningi en einmitt þá.
Aldrei skyldi farið geyst af stað með
sjálft bóknámið hina fyrstu daga og vikur,
heldur reyna að kynnast börnunum hverju
og einu og getu þeirra. Hinir fyrstu dagar
og vikur fara að mestu til að kenna börn-
unum að haga sér í þessu nýja umhverfi og
samlagast félögunum. Þessi seinagangur
reynir stundum á biðlund foreldranna, sem
fylgjast vel með náminu, en hinar einföld-
ustu skólareglur og sambúðarhætti verður
að læra fyrst. Það er mjög mikilvægur þátt-
ur í skólastarfinu að leggja þennan grund-
völl traustan og heilbrigðan, því að á hon-
um verður allt skólastarf barnsins að hvíla
næstu 6 ár. Eins og það hefnir sín að fara
hratt og flausturslega yfir undirstöðuatriði
í lestri, reikningi og skrift, svo hefnir það
sín einnig að kasta höndunum til þess að
leggja grundvöll að hegðun barnsins, þegn-
skap og samfélagsvitund.
Skólastarfið á ekki og má ekki vera neinn
þrældómur, og allra sízt á hinum fyrstu
þrepum, en skylduræknina á þó að leggja
áherzlu á þegar í byrjun, að vera trúr yfir
litlu. Hins vegar verður aftur að gæta þess,
að leggja aldrei of þungar skyldur á litlar
herðar. Þær þurfa alltaf að vera í samræmi
við þroska og getu. Sé þess ekki gætt, verður
skammt að bíða erfiðleikanna. En þetta er
þó meiri vandi en margur heldur.
Yfir öllu skólastarfinu á að hvíla léttur
og frj álslegur blær, og kannski um fram allt
glaðlegur blær, einkum í yngstu bekkjun-
um. Nú trúir vonandi enginn lengur á vönd-
inn, sem betur fer, og þar með hinn harða
og sálarlausa og blinda aga. Það mátti nú
missa sig. — En í guðs bænum — látið ekki
agaleysið koma í staðinn, hvorki í heimil-
um né skólum. Ekkert heimili og enginn
skóli getur þrifizt, nema þar rík agi. Það
verða allir að kunna að hlýða þeim lögum,
sem sett eru á hvorum stað. Þetta skyldi
haft í huga þegar skólanám barnsins er að
hefjast. Og um þetta eins og annað þarf að
vera góð samvinna heimilis og skóla, og
þegar einhverjir árekstrar verða, er það
afar áríðandi að foreldrar og kennari eða
skólastjóri ræðist við. Það á ekki að safna
óánægjunni saman, sem stundum er kann-
ske á misskilningi byggð, heldur leysa
málið alltaf með vingjarnlegum viðræðum.
Ég sé það nú, þegar ég er að ljúka við þetta
erindi, að það er óteljandi margt ósagt af
því, sem ég vildi hagt hafa, því að hann er
margþættur sá vandi, sem okkur er á hönd-
um er ýmist sendum börn okkar í skóla eða
tökum við þeim.
Einhverj u sinni var frægur málari spurð-
ur að því er hann lá banaleguna, hvernig
hann hefði farið að því að ná svo miklum
árangri í list sinni, og svo mikilli frægð.
Hann svaraði: — Með því að vanrækja
ekkert. — Hér er mikið sagt í fáum orðum,
og ég veit ekki nema þetta einfalda svar
gæti orðið okkur öllum nokkur leiðbeining
í skóla- og uppeldisstarfinu.
20/5 1964.
HEIMILI OG SKÓLI 31