Heimili og skóli - 01.04.1964, Síða 12
VALGARÐUR HARALDSSON:
Sitt af
hverju úr
Bandaríkjaför
Það var að kvöldi þess 29. ágúst síðast-
liðinn, að við fimm íslenzkir kennarar lögð-
um upp frá Keflavíkurflugvelli í 6 mánaða
námsför um Bandaríkin. Farkostur okkar
var Loftleiðavélin Þorfinnur Karlsefni.
Næstum eitt þúsund árum áður hafði
norrænn víkingur, berandi sama nafn og
vélin, reynt landnám í Ameríku, en hrökkl-
ast þaðan skjótt, undan ofríki innfæddra
skrælingja, Rauðskinnanna.
Nú skyldi landtakan heppnast, enda fs-
lendingarnir í þetta sinn gestir bandarísku
þjóðarinnar, og áttu þeir að kynna sér
fræðslu- og skólamál þarlendra.
Eina vopn okkar í baráttunni við inn-
fædda, var gul bók, sem meðal þátttakenda
í námsförinni gekk almennt undir nafninu
„biblían“. Bók þessi er upphaflega samin
á fræðsluskrifstofu Bandaríkjanna, en ár-
lega endurskoðuð með dyggilegri aðstoð
fyrri þátttakenda og síðan send öllum ný-
liðum til aflestrar, uppfræðslu og sáluhjálp-
ar í komandi viðureign við landsmenn.
Sem sýnishorn úr bókinni gulu, má nefna
eftirfarandi dæmi:
„Sé karlmaður í fylgd með kvenmanni á
götu úti, er það venjan, að karlmaðurinn
gangi götumegin á gangstéttinni. Innan-
húss, eiga karlmenn að taka ofan höfuðföt
sín, svo og í lyftum. Gleymdu ekki að taka
yfirfrakkann með þér, því að allra veðra
er von.“ Þá var og getið hverjum og hverj-
um ekki, við skyldum rétta þjórfé, og menn
varaðir við að vera um of örlátir í þeim
efnum. Og jafnvel í því tilfelli, ef þátttak-
andi biði algeran ósigur í baráttunni við
landsmenn, skyldu jarðneskar leifar hans
sendar heim, honum að kostnaðarlausu.
Og þó, sendingarkostnaður var takmark-
aður við 1000 dali.
Sem sagt, gula bókin lét sér ekkert óvið-
komandi, hvorki mannlegt né ómannlegt.
32 HEIMILI OG SKÓLI