Heimili og skóli - 01.04.1964, Blaðsíða 19

Heimili og skóli - 01.04.1964, Blaðsíða 19
Góðir samstarfsmenn. Kæru börn. Söngvasvanur Eyjafjarðar er þagnaður. Söngur hans mun aöeins lifa í Fagraskógi minninganna. Ljóðabækurnar hans dásam- legu verða ekki fleiri. Davíð skáld Stefánsson er í hugum okkar allra þessa dagana. Með þessari minningar- samkomu viljum við reyna að gefa ykkur, börnin góð, minningu um fráfall þjóð- skáldsins okkar. Og það vill svo vel til, að með hjálp tækninnar getum við heyrt rödd hans, þar sem hann fer með nokkur kvæði sín. Hann hefur notiö meiri ástsældar meðal þjóðarinnar fyrir ljóð sín en nokk- urt skáld annaö. Davíð Stefánsson er fæddur 21. janúar 1895 í Fagraskógi við Eyjafjörð og var á sjötugasta aldursári er hann lézt þann 1. marz s.l. Með fyrstu ljóðabók sinni ,sSvört- um fjöörum“ söng hann sig þegar inn í hjörtu þjóöarinnar, og með hverri nýrri ljóðabók jók hann hróður sinn. Alls hefur hann gefið þjóö sinni 9 ljóðabækur, án þess að nein ellimörk séu á nokkurri þeirra. Þótt tvær síöustu beri einkenni hins lífs- reynda og þroskaða manns, eru þær jafn nýjar og ferskar og hinar. Segja má, að Davíð og Stefán frá Hvíta- dal hafi komið með nýjan, léttan tón inn í íslenzka ljóöagerö. Þeir urðu brautryðj- endur í því efni. Og grundvöllur þessarar nýju stefnu voru þjóðkvæðin, sem Davíö mat ávallt mikils. Þá hefur Davíð frá Fagraskógi ritað HEIMILI OG SKÓLI 39'

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.