Heimili og skóli - 01.04.1964, Side 20

Heimili og skóli - 01.04.1964, Side 20
skáldsögu í tveimur bindum, „Sólon ísland- us“, um listamanninn, sem var of snemma á ferð og varð flækingur. Einnig hefur hann ritað fjögur leikrit og er „Gullna hliðið“ þeirra frægast, og hefur verið sýnt bæði hér á landi og erlendis. A sextugsafmæli Davíðs var það sýnt honum til heiðurs í Þjóðleikhúsinu. Síðasta bók Davíðs er „Mælt mál“, rit- gerðasafn, sem út kom á síðastliðnu hausti. Það var mikið happ, að sú bók skyldi koma út áður en skóldið féll frá. Þar skýrir hann í einlægni af sinni alkunnu snilld frá ást sinni til átthaganna, kynnum sínum af séra Matthíasi og viðhorfi sínu til lífsins al- mennt. Hann ræðir málin af djörfung, og leikur aldrei tveim skjöldum til að þóknast öðrum. En bak við frásögnina er hlýr undirstraumur til alls lífs, hins skilnings- ríka og vitra manns. Einhver fegursta ritgerðin í bókinni er „í haustblíðunni“, þar sem hann lýsir ást sinni á Fagraskógi og Eyjafirði öllum. Þessi ritgerð er dýrmæt perla. Ég ætla hér að fara með upphaf hennar: „Vinnuborð mitt stendur við norður- glugga. Út um hann blasir við mér Eyja- fjörður. Við mynni hans austanvert rís Kaldbakur, fjallið mikla. Hvort sem hann klæðist skikkjunni grænu, feldinum hvíta eða purpurakápunni, er hann alltaf jafn tiginn og bjargfastur. En þó sýnist hann stundum í kvöldmóðunni fljóta á hafinu, líkt og tröllaukinn nökkvi, jafnvel hefjast í loft upp, eins og hann hyggi til brottferðar. En þá grípur hann heimþráin, tryggð við fornar stöðvar. Andi fjallsins er þögull en máttugur. Vestan fjarðarins, undir Kötlufjalli, er Fagriskógur. Vafalaust er það sama fjallið og Landnáma nefnir Sólarfjöll. Þessi tvö fjöll, sitt hvoru megin álsins, hafa verið hljóðir vottar hugsana minna og gerða, frá því að ég sá dagsins Ijós. Hvar sem ég er staddur á hnettinum, er skammt heim í Fagraskóg. Þar hef ég alltaf átt góðu að mæta, og fyrr en nokkurn varir, ek ég heim í varpann. Á þeim slóðum teyga ég ilm úr grasi og hlusta á söng sjófugla. Líf fólksins, búskap og aflabrögð, læt ég /nig einnig nokkru varða. Allt treystir þetta gömul tengsl við hlíðina og fjörðinn.“ Hér á Akureyri hefur Davíð lengst átt heima. Fyrst sem bókavörður Amtsbóka- safnsins, og hin síðari ár, þar sem hann hefur sinnt köllun sinni. Hér undi hann vel og þótti vænt um bæinn. Á sextugsafmæl- inu var hann kjörinn heiðursborgari bæj- arins, enda vel að þeim heiðri kominn, þar sem hann hefur varpað meiri lj óma á þenn- an bæ en nokkur annar á síðari árum. Fyrir fjórum árum kom hann hér í skól- ann og flutti hér kvæði eftir sig ásamt nokkrum öðrum ágætum gestum. Það er einhver sú ánægj ulegasta og bezta heim- sókn, sem þessi skóli hefur fengið. Davíð skáld frá Fagraskógi sameinaði það tvennt vel, að vera víðmenntaður heimsborgari og góður íslendingur. Hann unni landi sínu og þjóð, og margar eru þær dásamlegu myndir, sem hann bregður upp af fegurð landsins okkar. Davíð Stefánsson var einlægur trúmaður. Guðstrú hans Ijómar í flestum kvæðum, er hann orti um lífsskoðun sína, og oft sló hann á þá strengi. „Á jörð á himna á höf er heilög speki skráð. Allt líf er guðleg gjöf, öll gæfa himnesk náð.“ Og nú blasir eilífðin við trúarskáldinu frá Fagraskógi, sem bezt hefur sameinað 40 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.