Heimili og skóli - 01.04.1964, Síða 27
KVIKHYNDA-
EFTIRLIT
Menningarsamtök háskólamanna hafa
samið og samþykkt eftirfarandi álitsgerð
um setningu kvikmyndalaga og eftirlit með
sýningarefni kvikmynda.
1. I íslenzkum lögum eru engin laga-
fyrirmæli um kvikmyndir utan ákvæða
barnaverndarlaganna, sem eingöngu varða
sýningu kvikmynda fyrir tiltekna aldurs-
flokka barna.
2. MSH er þeirrar skoðunar að æskilegt
sé að sett verði kvikmyndalög, sem tryggi
að þjóðfélagið geti varizt siðspillandi og
öðrum skaðlegum áhrifum, sem vitað er
að geta stafað frá kvikmyndum.
3. MSH leggja til að sett verði lög um
kvikmyndir og eftirlit með kvikmyndaefni,
innlendu sem erlendu, og um sýningar
kvikmynda. Jafnframt verði með lögum og
reglugerðum kveðið á um innflutning kvik-
mynda. Ákvæði þessi nái jafnframt til kvik-
myndaefnis í sjónvarpi. Aðalmarkmið
slíkrar löggjafar þarf að vera efling mennta-
og menningaráhrifa kvikmynda. T. d. verði
kvikmyndadómnefnd (sjá 5. lið) heimilt
að mæla með því, að mannbætandi myndir
fyrir börn og unglinga verði undanþegnar
skatti. Þá verði kvikmyndahúsum og sjón-
varpi gert að skyldu að verja ákveðnum
hluta sýningartíma til sýninga á stuttum
kvikmyndum, sem hafa ótvírætt menningar-
gildi.
4. Til hliðsjónar við slíka lagasetningu
teljum vér æskilegt að athuga gaumgæfi-
lega lög og reglugerðir nágrannaþjóða um
kvikmyndir, einnig eftirlit og annað, er
lýtur að sýningu kvikmynda. Áratugir eru
síðan ýmsar grannþjóðir settu fyrstu lög
um kvikmyndir, t. d. Bretar árið 1909,
Svíar 1911 og Norðmenn 1913.
5. MSH leggja til, að kvikmyndadóm-
nefnd og kvikmyndaráð fari með eftirlit og
úrskurðarvald um allt það kvikmyndaefni,
er sýna skal hérlendis. Dómnefndin skal
skipuð þrem mönnum og þrem til vara, til-
nefndum af ríkisstjórninni. Kvikmynda-
dómnefnd þarf að vera óháð. ríkislaunuð
og lagagrundvöllur hennar ótvíræður.
6. Ef ágreiningur rís milli aðila, er sýna
vilja kvikmyndir annars vegar og kvik-
myndadómnefndar hins vegar, skal vera
heimilt að skjóta málinu til úrskurðar kvik-
myndaráðs. Lagt er til, að kvikmyndaráð
sé ekki fastlaunað, heldur taki þóknun í
hlutfalli við þau störf, sem það leysir af
hendi.
7. MSH leggj a til að kvikmyndaráð verði
skipað fulltrúum frá eftirtöldum samtök-
um, einum aðalfulltrúa frá hverju og öðr-
um til vara. Bandalagi íslenzkra kvenna,
Bandalagi íslenzkra listamanna, Félagi ís-
lenzkra geðlækna, Félagi íslenzkra sálfræð-
inga, Kirkjuráði hinnar íslenzku þjóð-
kirkju, Lögmannafélagi íslands, Sambandi
íslenzkra barnakennara.
HEIMILI OG SKÓLI 47